<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 16, 2005

Gliðsa í góðum fíling

Rannsóknastofan mín er í Edinburgh Royal Infirmary, stofnuninni sem ég fæddist á fyrir nær þremur áratugum. Þar fæðast ennþá börn og í dag sá ég eitt borið nýborið í barnastól á leið heim í fyrsta skipti. Móðirin var á aldur við mig og greinilega með bullandi grindargliðnun því hún kjagaði eins og gamall dvergur. Svo þegar hún ætlaði að setjast inn í bíl gat hún ekki lyft öðrum fætinum og staðið á hinum. Að konur skuli gera sér þetta! Væri hún kýr hefðu lappirnar á henni verið reyrðar saman svo hún gæti ekki orðið gliðsa, því í fjósinu er það ósjaldan dauðadómur.

Annars er sólin búin að skína í dag, hitastigið tveggja stafa tala og komin útlandalykt í loftið.

Ætti ég ekki bara að gerast Baadermaður?

|