<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 17, 2005

Jón Flón

Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um pistlana hans Jóns Gnarr aftan á Fréttablaðinu. Hann tekur gjarnan upp þörf mál og veltir fyrir sér, ég hef sjálf haft áhyggjur af sumum þeirra. En hann gerir það á svo rembingslegan hátt, og alltaf að tala um Guð. Maður byrjar að lesa voða opinn fyrir skoðunum hans, en eftir því sem neðar dregur í pistlunum sér maður að engin er rökfestan. Þetta er örugglega grín sem gekk of langt og nú verður ekki aftur snúið. Hann er fastur í lygavef, hættur að hlæja og bölvar nú þessari frábæru hugmynd sinni í sand og ösku. Nú síðast var hann að hneykslast á átröskunum og dýrkun fagurra líkama og endaði svo á að segja að svarið væri Guð. Einfaldlega.

|