<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 14, 2005

Vorgleði

Nú er ég sko búin að vinna heilbrigt dagsverk. Ég get með góðri samvisku sest niður með prjónana fyrir framan sjónvarpið því ég er búin að vinna eins og berserkur í dag. Og ég fór með hollt nesti í skólann og svo fann ég hjá mér þörf til þess að fara út að hlaupa....ekki að ég hafi látið það eftir mér, en þetta er þó byrjun!

Já, vor er í lofti, dagarnir lengjast sífellt og mér finnst ég vera til einhvers nytsamleg. Hva, ég hef bara upplifað skítlegri daga!

|