<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 12, 2005

Meldað sig

Já, það er eins og áður, ég hef haft eitthvað að gera síðustu viku og því liggur ekkert eftir mig hér. En nú skal úr því bætt, ástmaður minn hefur enn og aftur yfirgefið mig og því ekkert betra að gera en tjá sig á alnetinu.

Ég er mikið búin að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara heim um páskana og samviska mín hefur hingað til bannað mér það. Nú lítur hins vegar út fyrir að mars muni í alvörunni bera verkefni mínu ávöxt í líki heils kafla í ritgerðina mína. Jibbí, þá líður mér skyndilega mun betur, skelli mér á netið og panta far heim. Og ekki nóg með það, ég verð heima í 8 daga og samviskan er bara fín yfir því. Ég réttlæti þessa dvöl líka með ýmsum leiðum, til dæmis því að það er kominn tími á tannlæknisheimsókn og auðvitað fer ég ekki að láta einhvern ókunnugan eiga við hvoftinn á mér.

Ég lenti í mjög óþægilegu atviki um daginn þegar við Bea fórum að sjá Hotel Rwanda, sannsögulega bíómynd um þjóðarmorðin í Rúanda. Þetta var átakanleg mynd með mörgum óþægilegum atriðum og sífelldri spennu þar sem söguhetjurnar voru alltaf að sleppa naumlega við sveðjurnar. Ég sat í hnipri með hnén upp að höku og hnút í maganum. Hnúturinn var ekki síst fyrir það að Bea sat við hliðina á mér og hágrét, sko með ekkasogum og orgi. Nú er ég venjulega gráttýpan og hélt að Bea væri það ekki svo þetta kom mjög flatt upp á mig. Sérstaklega þar sem ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Hún er ekkert þannig vinkona mín að ég gæti huggað hana eða neitt...svo ég beit á jaxlinn, starði beint áfram og þóttist hvorki sjá né heyra ástand hennar. Og var svo rosalega karlmannleg og minntist ekki orði á þetta á leiðinni
heim. Úff, hvað ég er indæl.

Og að lokum: Ætli stofnandi írska flugfélagsins Aer Lingus hafi gjarnan lesið í dónabókinni "sexual perversions" frá 1955?

|