<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 24, 2006

Vísindafjör

Mikið rosalega er "Smuk som et stjerneskud" mikið stuðlag! Ahhhhhh.....

|

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Kjánalegt metrakerfi...

Af hverju taka Bretar sig ekki til og breyta öllum pakkningum í samræmi við það að þeir segjast vera búnir að taka upp metrakerfið? Það myndi breyta þessari setningu: "366 meters of clingfilm for the price of 305!" úr kjánalegri fullyrðingu í freistandi tilboð.

Annað í fréttum er það að í dag er heldur betur húllumhæ á rannsóknastofunni. Gordon Brown, sjálfur fjármálaráðherra Breta (Chancellor of the Exchequer-hljómar eins og titill í ævintýraskáldsögu-frábært!) er í heimsókn hjá okkur í dag, það er fjáröflunardæmi í gangi og hann er mættur með alla fjársterka vini sína til þess að pusa peningum í rannsóknirnar hérna sem eru nú allar unnar í nafni látinnar dóttur hans sem fæddist langt fyrir tímann.

Nú má ég ekki tefja lengur því ég þarf að sýna Gordoni Browni hvernig alvöru rafdráttur fer fram. Ég frábið mér allar dónalegar athugasemdir við þessa setningu ;)

|

mánudagur, febrúar 20, 2006

Örþreyttur sunnudagur

Ég hef sjaldan verið eins þreytt og klukkan 19:20 í gærkvöldi eftir langan dag á skíðum í Glencoe. Við þurftum að leggja af stað klukkan 6 í gærmorgun, skíðuðum í sex tíma og þurftum svo að sitja í bíl í 3 tíma á heimleiðinni með stirða vöðva. Það var auðvitað frábært að komast aðeins á skíði en um tíma var ég minnt á hvers vegna ég fékk nóg af því að skíða á Íslandi á sínum tíma-bölvað baslið! Það var svartaþoka á toppnum og samferðafólk mitt vildi endilega fara ótroðnar brekkur. Ég er ekkert fyrir það að skíða í djúpum snjó, get látið mig hafa það ef ég sé hvert ég er að fara en í gær var ég orðin svo öskuill að mér lá við að grenja. Snjórinn var mjög þungur og hver snúningur þurfti mikil átök þannig að lærin á mér voru farin að skjálfa af þreytu í miðri brekku. Svo fann ég skemmtilega brekku eftir hádegismat og undi mér vel þar til klukkan fjögur þegar brekkurnar lokuðu. Það var hins vegar frábært útsýni yfir dalinn frá fjöllunum (þegar þokunni létti), margir snævi þaktir tindar upp úr allsberum dal sem var þakinn litlum vötnum. Var því miður ekki með myndavélina en þarna hefðu getað fengist ansi góðar myndir.

Þegar við loksins skriðum í hús um kvöldmatarleytið gat ég eiginlega ekkert annað gert en setið og starað út í loftið og það var ótrúlega erfitt að staulast framúr í morgun.

|

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Örninn har fødselsdag......og det har han jo og det er i dag! Þessi litli sæti Kínafari er þriggja ára í dag!!! Til hamingju Örninn minn: smaaaack!

|

laugardagur, febrúar 11, 2006

Haha, sá sokkabuxur í búð í gær sem voru merktar: "one size fits most". Spurning hvort þeir ættu að íhuga að framleiða þær í mismunandi stærðum...

Vá hvað opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Torino var over the top. Plötusnúðurinn spilaði vel valda slagara með Mike Oldfield og Eurythmics, var greinilega ekki búinn að læra að "feida" en missti sig alveg í lokin þegar ítalska liðið kom, hækkaði í botn og spilaði öll þau fjögur ítölsku lög sem hafa náð heimsfrægð, nema hann gleymdi "Perdono". Af því það er auðvitað ekki nógu mikið stuðlag. En svo tók við eitthvað óperudæmi og listdans, og gamall fölur kall sem las í risastórri bók (hvar fengu þeir eiginlega þessa bók?) og þrumaði yfir fjöldann á ítölsku. Atriðið hefði verið svo miklu flottara hefði það endað á því að hann legðist í risastóra IKEA rúmið með risastóru bókina.

Guðmundur er á sínum eigin vetrarólympíuleikum, hann og Þórbergur eru á gönguskíðum í Osló í dag. Ætli ég geri mér ekki glaðan dag og þrífi híbýlin eftir góðan tölfræðislurk. Hrmpfh!

|

föstudagur, febrúar 10, 2006

The Royals

Vissuð þið að Grev Ingolf heitir í raun Grev Ingolf Christian Frederik Knud Harald Gorm Gustav Viggo Valdemar Aage af Rosenborg? Enda afskaplega myndarlegur maður og fyrir það á hann hvert eitt og einasta af þessum nöfnum skilið. Ég fann því miður engar myndir af foreldrum hans arveprins Knud og prinsesse Caroline Mathilde því Danir virðast á undraverðan hátt hafa "týnt" þeim öllum. Thank god for the secret service!

|

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Uppgötvun:

Ef maður klórar sér í gegnum nælonsokkabuxur fær maður risastórt doppótt mar. Hrmpfh! Eins gott að ástmaðurinn er á leið í helgarferð til Noregs (sic!) og þarf því ekki að hafa þetta fyrir augunum.

|

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Hver man eftir þessum pörupiltum?


|
Nú.....þannig!

Þótti þetta við fyrstu sýn harla ótrúleg fyrirsögn. Danir hafa frekar verið þekktir fyrir of frjálslega kynhegðun en tepruskap-þeir hafa meira að segja lögleg samtök barnaníðinga!

|

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Laura litla Lauritzen: Ekki lítil lengur!

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er Laura Heidiardóttir orðin risastór og greinilegt að móðirin stendur undir titlinum DVM, MBF.

Ég er þó fegin að sjá að hún passar ennþá í peysuna sem ég prjónaði á hana en er búin að prjóna nýtt par af sokkum handa henni sem eiga vonandi eftir að endast henni út fyrsta árið. Aldrei að vita þó með þessu áframhaldi.

Ég var að skoða ungbarnaprjónauppskriftir á netinu og við sumar þeirra stóðu þessi uppörvandi orð: "Also available in premature sizes!" Æææ. Ég hélt að fyrirburar mættu ekkert fara í föt-ættu bara að liggja á risastórum bleyjum í hitakössum...but I could be wrong

|

föstudagur, febrúar 03, 2006

Spurningar dagsins

Til hvers stendur utan á sudokubókum: "A hundred new puzzles-neeeever published before!"? Ég gæti leyst sömu sudokubókina aftur og aftur og aftur án þess að gruna neitt. Hver man eftir sudokuþrautum? "Heyrðu nú mig, þessa gátu hef ég leyst áður! Fimm var hér og tveir var hér og....nú hefur enn verið leikið á mig! Bannsett Times!!!"

Og hvers lags kona lýsir því yfir að ungar vísindakonur eigi að skammast sín fyrir að takast á hendur doktorsverkefni á þriggja ára styrk og taka svo allt í einu upp á því að þurfa að taka barnseignarleyfi í miðju kafi? Svar: sextug piparjúnka sem býr með níræðri móður sinni. Henni finnst einnig að konur eigi ekki að gefa brjóst á kaffihúsum og að fólk sem á börn misnoti aðstöðu sína. Ææææ og óóóó.

|
Aaaarghhhhh!

LÍN er svín og breskir bankar eru fávitar! Annað báknið hefur ekkert yfirlit yfir það hvaða pappíra maður er búinn að senda þeim og biður um sömu staðfestinguna aftur og aftur. Hitt báknið pillar af manni gjöld hægri vinstri fyrir eitthvað sem þeir kalla þjónustu. Og svo tala þeir fjálglega í auglýsingum sínum um það hvað þeir séu persónulegir og eini bankinn sem horfi í augun á manni þegar maður talar um peninga. "Life's to short" eru einkunnarorð þeirra. Ég er ekki alveg viss hvað það þýðir en ég er svekkt á sjálfri mér fyrir að hafa ekki munað að klykkja út með þessum fleygu orðum í kvörtunarbréfinu sem ég var að senda þeim. Enn og aftur: Fávitar!

|