laugardagur, febrúar 11, 2006
Haha, sá sokkabuxur í búð í gær sem voru merktar: "one size fits most". Spurning hvort þeir ættu að íhuga að framleiða þær í mismunandi stærðum...
Vá hvað opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Torino var over the top. Plötusnúðurinn spilaði vel valda slagara með Mike Oldfield og Eurythmics, var greinilega ekki búinn að læra að "feida" en missti sig alveg í lokin þegar ítalska liðið kom, hækkaði í botn og spilaði öll þau fjögur ítölsku lög sem hafa náð heimsfrægð, nema hann gleymdi "Perdono". Af því það er auðvitað ekki nógu mikið stuðlag. En svo tók við eitthvað óperudæmi og listdans, og gamall fölur kall sem las í risastórri bók (hvar fengu þeir eiginlega þessa bók?) og þrumaði yfir fjöldann á ítölsku. Atriðið hefði verið svo miklu flottara hefði það endað á því að hann legðist í risastóra IKEA rúmið með risastóru bókina.
Guðmundur er á sínum eigin vetrarólympíuleikum, hann og Þórbergur eru á gönguskíðum í Osló í dag. Ætli ég geri mér ekki glaðan dag og þrífi híbýlin eftir góðan tölfræðislurk. Hrmpfh!
|
Vá hvað opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Torino var over the top. Plötusnúðurinn spilaði vel valda slagara með Mike Oldfield og Eurythmics, var greinilega ekki búinn að læra að "feida" en missti sig alveg í lokin þegar ítalska liðið kom, hækkaði í botn og spilaði öll þau fjögur ítölsku lög sem hafa náð heimsfrægð, nema hann gleymdi "Perdono". Af því það er auðvitað ekki nógu mikið stuðlag. En svo tók við eitthvað óperudæmi og listdans, og gamall fölur kall sem las í risastórri bók (hvar fengu þeir eiginlega þessa bók?) og þrumaði yfir fjöldann á ítölsku. Atriðið hefði verið svo miklu flottara hefði það endað á því að hann legðist í risastóra IKEA rúmið með risastóru bókina.
Guðmundur er á sínum eigin vetrarólympíuleikum, hann og Þórbergur eru á gönguskíðum í Osló í dag. Ætli ég geri mér ekki glaðan dag og þrífi híbýlin eftir góðan tölfræðislurk. Hrmpfh!
|