<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 03, 2006

Spurningar dagsins

Til hvers stendur utan á sudokubókum: "A hundred new puzzles-neeeever published before!"? Ég gæti leyst sömu sudokubókina aftur og aftur og aftur án þess að gruna neitt. Hver man eftir sudokuþrautum? "Heyrðu nú mig, þessa gátu hef ég leyst áður! Fimm var hér og tveir var hér og....nú hefur enn verið leikið á mig! Bannsett Times!!!"

Og hvers lags kona lýsir því yfir að ungar vísindakonur eigi að skammast sín fyrir að takast á hendur doktorsverkefni á þriggja ára styrk og taka svo allt í einu upp á því að þurfa að taka barnseignarleyfi í miðju kafi? Svar: sextug piparjúnka sem býr með níræðri móður sinni. Henni finnst einnig að konur eigi ekki að gefa brjóst á kaffihúsum og að fólk sem á börn misnoti aðstöðu sína. Ææææ og óóóó.

|