þriðjudagur, febrúar 07, 2006
Laura litla Lauritzen: Ekki lítil lengur!
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er Laura Heidiardóttir orðin risastór og greinilegt að móðirin stendur undir titlinum DVM, MBF.
Ég er þó fegin að sjá að hún passar ennþá í peysuna sem ég prjónaði á hana en er búin að prjóna nýtt par af sokkum handa henni sem eiga vonandi eftir að endast henni út fyrsta árið. Aldrei að vita þó með þessu áframhaldi.
Ég var að skoða ungbarnaprjónauppskriftir á netinu og við sumar þeirra stóðu þessi uppörvandi orð: "Also available in premature sizes!" Æææ. Ég hélt að fyrirburar mættu ekkert fara í föt-ættu bara að liggja á risastórum bleyjum í hitakössum...but I could be wrong
|
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er Laura Heidiardóttir orðin risastór og greinilegt að móðirin stendur undir titlinum DVM, MBF.
Ég er þó fegin að sjá að hún passar ennþá í peysuna sem ég prjónaði á hana en er búin að prjóna nýtt par af sokkum handa henni sem eiga vonandi eftir að endast henni út fyrsta árið. Aldrei að vita þó með þessu áframhaldi.
Ég var að skoða ungbarnaprjónauppskriftir á netinu og við sumar þeirra stóðu þessi uppörvandi orð: "Also available in premature sizes!" Æææ. Ég hélt að fyrirburar mættu ekkert fara í föt-ættu bara að liggja á risastórum bleyjum í hitakössum...but I could be wrong
|