<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Kjánalegt metrakerfi...

Af hverju taka Bretar sig ekki til og breyta öllum pakkningum í samræmi við það að þeir segjast vera búnir að taka upp metrakerfið? Það myndi breyta þessari setningu: "366 meters of clingfilm for the price of 305!" úr kjánalegri fullyrðingu í freistandi tilboð.

Annað í fréttum er það að í dag er heldur betur húllumhæ á rannsóknastofunni. Gordon Brown, sjálfur fjármálaráðherra Breta (Chancellor of the Exchequer-hljómar eins og titill í ævintýraskáldsögu-frábært!) er í heimsókn hjá okkur í dag, það er fjáröflunardæmi í gangi og hann er mættur með alla fjársterka vini sína til þess að pusa peningum í rannsóknirnar hérna sem eru nú allar unnar í nafni látinnar dóttur hans sem fæddist langt fyrir tímann.

Nú má ég ekki tefja lengur því ég þarf að sýna Gordoni Browni hvernig alvöru rafdráttur fer fram. Ég frábið mér allar dónalegar athugasemdir við þessa setningu ;)

|