laugardagur, janúar 27, 2007
Fréttir mbl.is í dag:
Ekið á hross í Skagafirði
Ekið á dreng á Ísafirði
Reyndar var drengurinn "hurðaður" en ég vona að það hafi enginn reynt að hurða hrossið.
Sest við tölvuna til þess að reyna að stunda þetta nám mitt eitthvað. Vikan hefur farið í kennslu og undirbúning hennar. Þetta er ljóti tímaþjófurinn. Á einni viku hef ég eytt í þetta tæpum 18 klukkustundum. Var algjörlega búin á fimmtudaginn eftir að hafa staðið í formalínfnyk og merkt vöðva og sinar á fimm hrosslöppum í fimm tíma. Það kom þó í ljós að ég þurfti ekkert að stressa mig yfir því að vita lítið um hrosslappir því stúdentarnir vita enn minna. En rosalega er frábært að vita að ég þarf aldrei að fara í anatómíupróf aftur!
Eftir kennsluna var síðan gott að hitta Nicky vinkonu mína á Earl of Marchmont og fá sér tvo G&T áður en heim var haldið og eiginlega beint í rúmið. Í kvöld er ég síðan að fara í partí með hinum doktorsnemunum sem eru allir meira eða minna við það að skila sínum verkefnum og því alveg að fara yfirum af stressi og einveru. Þetta verður skrautlegt!
|
Ekið á hross í Skagafirði
Ekið á dreng á Ísafirði
Reyndar var drengurinn "hurðaður" en ég vona að það hafi enginn reynt að hurða hrossið.
Sest við tölvuna til þess að reyna að stunda þetta nám mitt eitthvað. Vikan hefur farið í kennslu og undirbúning hennar. Þetta er ljóti tímaþjófurinn. Á einni viku hef ég eytt í þetta tæpum 18 klukkustundum. Var algjörlega búin á fimmtudaginn eftir að hafa staðið í formalínfnyk og merkt vöðva og sinar á fimm hrosslöppum í fimm tíma. Það kom þó í ljós að ég þurfti ekkert að stressa mig yfir því að vita lítið um hrosslappir því stúdentarnir vita enn minna. En rosalega er frábært að vita að ég þarf aldrei að fara í anatómíupróf aftur!
Eftir kennsluna var síðan gott að hitta Nicky vinkonu mína á Earl of Marchmont og fá sér tvo G&T áður en heim var haldið og eiginlega beint í rúmið. Í kvöld er ég síðan að fara í partí með hinum doktorsnemunum sem eru allir meira eða minna við það að skila sínum verkefnum og því alveg að fara yfirum af stressi og einveru. Þetta verður skrautlegt!
|
miðvikudagur, janúar 24, 2007
Bjartari dagar
Jæja, ég get nú ekki látið þessa neikvæðu færslu hér fyrir neðan standa þarna eins og hershöfðingja, þarf að bæta úr þessu! Það var nefnilega bara fínt að kenna á mánudaginn, sá hópur var miklu viðmótsþýðari og ég bara næstum naut mín við kennsluna.
Nú, svo var netboltaleikur gærkvöldsins hörkuspennandi og við mörðum eins stigs sigur. Annað en strákarnir okkar á laugardaginn sem skíttöpuðu og ég sem eyddi dýrmætum tíma í að hlusta á þetta á netinu! Strax á eftir leiknum þar sem ég sat svekkt yfir þessari tímaeyðslu hljómaði auglýsing fyrir TOTO tónleikana og kom hún mér strax í gott skap.
Ég hafði eiginlega aldrei skoðun á þessari hljómsveit fyrr en hún bjargaði lífi mínu á leiðinlegasta balli sem ég hef farið á. Nú á ég alltaf einstaklega auðvelt með að skemmta mér með því að dansa en á þessu balli voru mér allar bjargir bannaðar vegna þess að ég þekkti ekki eitt einasta lag sem spilað var og auk þess voru þau öll leiðinleg! Þetta var á fyrsta gala-ballinu mínu í dýralæknaskólanum, sem haldið var í nóvember, áður en ég var almennilega farin að kynnast fólki og áður en ég var búin að kynna mér danska 80's tónlist. Ég átti þess vegna ekki séns. Lét mér hundleiðast í heimasaumaða pönkkjólnum þangað til "Hold the line" með TOTO hljómaði...ég hafði að minnsta kosti heyrt það áður! Og þá færðist fjör í leikinn. Ég slammaði og headbangaði eins og ég ætti lífið að leysa og vakti furðu allra í kringum mig. En mér var sama, ég var frjáááls! Nú, síðan þetta var átti ég mörg rosalega skemmtileg gala-böll og kann nú að nefna allar danskar 80's hljómsveitir og dansa við þær. En TOTO á alltaf stað í hjarta mínu fyrir að hafa rétt mér hjálparhönd í mikilli neyð.
Hey, og svo var ég að uppgötva að Keane lagið er ekki um spænska landkönnuði og nýlenduherra (conquistador) heldur krystalskúlu (Crystal Ball).
Og strákarnir okkar unnu Frakkana.
Þegar á heildina er litið er því ekki ástæða til þess að vera með neina neikvæðni!
|
Jæja, ég get nú ekki látið þessa neikvæðu færslu hér fyrir neðan standa þarna eins og hershöfðingja, þarf að bæta úr þessu! Það var nefnilega bara fínt að kenna á mánudaginn, sá hópur var miklu viðmótsþýðari og ég bara næstum naut mín við kennsluna.
Nú, svo var netboltaleikur gærkvöldsins hörkuspennandi og við mörðum eins stigs sigur. Annað en strákarnir okkar á laugardaginn sem skíttöpuðu og ég sem eyddi dýrmætum tíma í að hlusta á þetta á netinu! Strax á eftir leiknum þar sem ég sat svekkt yfir þessari tímaeyðslu hljómaði auglýsing fyrir TOTO tónleikana og kom hún mér strax í gott skap.
Ég hafði eiginlega aldrei skoðun á þessari hljómsveit fyrr en hún bjargaði lífi mínu á leiðinlegasta balli sem ég hef farið á. Nú á ég alltaf einstaklega auðvelt með að skemmta mér með því að dansa en á þessu balli voru mér allar bjargir bannaðar vegna þess að ég þekkti ekki eitt einasta lag sem spilað var og auk þess voru þau öll leiðinleg! Þetta var á fyrsta gala-ballinu mínu í dýralæknaskólanum, sem haldið var í nóvember, áður en ég var almennilega farin að kynnast fólki og áður en ég var búin að kynna mér danska 80's tónlist. Ég átti þess vegna ekki séns. Lét mér hundleiðast í heimasaumaða pönkkjólnum þangað til "Hold the line" með TOTO hljómaði...ég hafði að minnsta kosti heyrt það áður! Og þá færðist fjör í leikinn. Ég slammaði og headbangaði eins og ég ætti lífið að leysa og vakti furðu allra í kringum mig. En mér var sama, ég var frjáááls! Nú, síðan þetta var átti ég mörg rosalega skemmtileg gala-böll og kann nú að nefna allar danskar 80's hljómsveitir og dansa við þær. En TOTO á alltaf stað í hjarta mínu fyrir að hafa rétt mér hjálparhönd í mikilli neyð.
Hey, og svo var ég að uppgötva að Keane lagið er ekki um spænska landkönnuði og nýlenduherra (conquistador) heldur krystalskúlu (Crystal Ball).
Og strákarnir okkar unnu Frakkana.
Þegar á heildina er litið er því ekki ástæða til þess að vera með neina neikvæðni!
|
sunnudagur, janúar 21, 2007
Skotland enn á ný
Síðan ég lenti á Glasgowflugvelli á fimmtudaginn hef ég afrekað ýmislegt:
Tekið upp úr ferðatöskunni
Látið mér hundleiðast við kennslu í líffærafræði
Klárað eitt par af rósavettlingum
Byrjað á rósaleppapeysu
Farið snemma heim af djamminu sökum svefndrunga
Setið fund Íslendingafélagsins og byrjað þorrablótsundirbúning
Dreymt að ég væri að velja mér lag til þess að syngja í inntökuprófi hjá PopIdol.
Já, kennslutíminn á föstudaginn leið einstaklega hægt. Samt var viðfangsefnið tímgunarlíffæri kvendýra, eitthvað sem ég ætti að kunna á. En ekki vissi ég mikið um hunda og hvað þá svín. Vappaði því um salinn og forðaðist að ná augnsambandi við nokkurn mann fyrsta hálftímann. Var mér allri lokið þegar kortér var liðið af tímanum og ljóshærð telpusnift vindur sér upp að mér og lýsir því yfir á yfirstéttarensku að þetta kennslufyrirkomulag sé brandari, alveg hreint fáránlegt því þau hafi bara ekki nokkurn möguleika á að sjá skapaðan hlut. Mér duttu ýmsir harðneskjulegir hlutir í hug sem þó fengu aldrei að taka flugið því ég er svo dæmalaust kurteis. Til dæmis fýsti mig að vita hvort hún hefði búist við því að geta setið með hálfan hundsskrokk á öðru lærinu og kýrleg með öllu á hinu en beit í vörina á mér. Svo datt mér líka í hug að benda henni á öll borðin sem voru laus þar sem hún hefði getað sest og grúft sig yfir ferska æreggjastokka, nú svo var nú ekki nema kortér liðið af heilum tveimur klukkustundum sem hún hafði til yfirráða. Ekkert af þessu fékk hún að heyra. Hún hafði greinilega mætt með þetta viðhorf og ákveðið að viðra það við hvern sem heyra mætti. Bévítans vanþakklæti! Svo var hún líka farin löngu áður en tímanum lauk svo ekki var tímaskorti fyrir að fara hjá henni. Dekurdrós. Pfahhh!
Svo verð ég að minnast á auglýsingu sem ég sá í sjónvarpinu í gær. Þar er auglýst sorptímaritið "Take a break!" og kemur klárlega fram hver markhópur tímaritsins er. Feit matráðskona í skólamötuneyti er hvött til þess að taka sér smápásu á erfiðinu af fjórum körlum sem klæddir eru eins og Village People og kyrja "taaake a break" við laglínu YMCA. Svo eru tíundaðar þær greinar og fréttir sem koma fram í útgáfu vikunnar. Meðal annars "maðurinn sem fitaði konuna sína með pizzum og öðru góðgæti", "maðurinn sem eignaðist börn með konu sinni og stjúpdóttur í sömu vikunni", "ég fæddist með þrjú brjóst", krossgátur og svoleiðis fjör. Frábært.
Í fyrramálið er svo aftur kennsla hjá mér-seinni helmingur árgangsins og viðfangsefnið það sama og á föstudaginn. Kannski verð ég betur undirbúin og get því verið aðeins virkari í kennslunni. Kannski ekki, sjáum til. Þetta gerist ekki auðveldara, því á föstudaginn verð ég að hafa á takteinum alla strúktúra hrosslappar, þar á meðal sinar, sinaskeiðar, taugar, æðar og vöðva. Now that's going to be boring!
|
Síðan ég lenti á Glasgowflugvelli á fimmtudaginn hef ég afrekað ýmislegt:
Tekið upp úr ferðatöskunni
Látið mér hundleiðast við kennslu í líffærafræði
Klárað eitt par af rósavettlingum
Byrjað á rósaleppapeysu
Farið snemma heim af djamminu sökum svefndrunga
Setið fund Íslendingafélagsins og byrjað þorrablótsundirbúning
Dreymt að ég væri að velja mér lag til þess að syngja í inntökuprófi hjá PopIdol.
Já, kennslutíminn á föstudaginn leið einstaklega hægt. Samt var viðfangsefnið tímgunarlíffæri kvendýra, eitthvað sem ég ætti að kunna á. En ekki vissi ég mikið um hunda og hvað þá svín. Vappaði því um salinn og forðaðist að ná augnsambandi við nokkurn mann fyrsta hálftímann. Var mér allri lokið þegar kortér var liðið af tímanum og ljóshærð telpusnift vindur sér upp að mér og lýsir því yfir á yfirstéttarensku að þetta kennslufyrirkomulag sé brandari, alveg hreint fáránlegt því þau hafi bara ekki nokkurn möguleika á að sjá skapaðan hlut. Mér duttu ýmsir harðneskjulegir hlutir í hug sem þó fengu aldrei að taka flugið því ég er svo dæmalaust kurteis. Til dæmis fýsti mig að vita hvort hún hefði búist við því að geta setið með hálfan hundsskrokk á öðru lærinu og kýrleg með öllu á hinu en beit í vörina á mér. Svo datt mér líka í hug að benda henni á öll borðin sem voru laus þar sem hún hefði getað sest og grúft sig yfir ferska æreggjastokka, nú svo var nú ekki nema kortér liðið af heilum tveimur klukkustundum sem hún hafði til yfirráða. Ekkert af þessu fékk hún að heyra. Hún hafði greinilega mætt með þetta viðhorf og ákveðið að viðra það við hvern sem heyra mætti. Bévítans vanþakklæti! Svo var hún líka farin löngu áður en tímanum lauk svo ekki var tímaskorti fyrir að fara hjá henni. Dekurdrós. Pfahhh!
Svo verð ég að minnast á auglýsingu sem ég sá í sjónvarpinu í gær. Þar er auglýst sorptímaritið "Take a break!" og kemur klárlega fram hver markhópur tímaritsins er. Feit matráðskona í skólamötuneyti er hvött til þess að taka sér smápásu á erfiðinu af fjórum körlum sem klæddir eru eins og Village People og kyrja "taaake a break" við laglínu YMCA. Svo eru tíundaðar þær greinar og fréttir sem koma fram í útgáfu vikunnar. Meðal annars "maðurinn sem fitaði konuna sína með pizzum og öðru góðgæti", "maðurinn sem eignaðist börn með konu sinni og stjúpdóttur í sömu vikunni", "ég fæddist með þrjú brjóst", krossgátur og svoleiðis fjör. Frábært.
Í fyrramálið er svo aftur kennsla hjá mér-seinni helmingur árgangsins og viðfangsefnið það sama og á föstudaginn. Kannski verð ég betur undirbúin og get því verið aðeins virkari í kennslunni. Kannski ekki, sjáum til. Þetta gerist ekki auðveldara, því á föstudaginn verð ég að hafa á takteinum alla strúktúra hrosslappar, þar á meðal sinar, sinaskeiðar, taugar, æðar og vöðva. Now that's going to be boring!
|
þriðjudagur, janúar 02, 2007
Gleðilegt ár
Ég hef alveg ógeðslega lítið að segja en mér er skylt að árna öllum sem ég þekki heilla á nýju ári. Þetta ár hófst á skemmtilegan hátt hjá mér, var í notalegu danspartíi sem stóð til níu á nýársmorgun. Þá neyddist ég til þess að fara heim að sofa því allir aðrir voru svo þreyttir, samt var ég manna hressust og langaði ekkert að leggja mig.
Nú er svo líklega kominn tími á að ég setjist og skrifi eitthvað í þetta verkefni mitt. Og svo er athugandi á næstu dögum að skella sér inn til Reykjavíkur að njóta lystisemda höfuðborgarinnar, svo sem verzlunar, kvikmyndasýninga, kaffihúsa og leiklistar. Djísús hvað ég er steikt.
|
Ég hef alveg ógeðslega lítið að segja en mér er skylt að árna öllum sem ég þekki heilla á nýju ári. Þetta ár hófst á skemmtilegan hátt hjá mér, var í notalegu danspartíi sem stóð til níu á nýársmorgun. Þá neyddist ég til þess að fara heim að sofa því allir aðrir voru svo þreyttir, samt var ég manna hressust og langaði ekkert að leggja mig.
Nú er svo líklega kominn tími á að ég setjist og skrifi eitthvað í þetta verkefni mitt. Og svo er athugandi á næstu dögum að skella sér inn til Reykjavíkur að njóta lystisemda höfuðborgarinnar, svo sem verzlunar, kvikmyndasýninga, kaffihúsa og leiklistar. Djísús hvað ég er steikt.
|