<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Gleðilegt ár

Ég hef alveg ógeðslega lítið að segja en mér er skylt að árna öllum sem ég þekki heilla á nýju ári. Þetta ár hófst á skemmtilegan hátt hjá mér, var í notalegu danspartíi sem stóð til níu á nýársmorgun. Þá neyddist ég til þess að fara heim að sofa því allir aðrir voru svo þreyttir, samt var ég manna hressust og langaði ekkert að leggja mig.

Nú er svo líklega kominn tími á að ég setjist og skrifi eitthvað í þetta verkefni mitt. Og svo er athugandi á næstu dögum að skella sér inn til Reykjavíkur að njóta lystisemda höfuðborgarinnar, svo sem verzlunar, kvikmyndasýninga, kaffihúsa og leiklistar. Djísús hvað ég er steikt.

|