laugardagur, janúar 27, 2007
Fréttir mbl.is í dag:
Ekið á hross í Skagafirði
Ekið á dreng á Ísafirði
Reyndar var drengurinn "hurðaður" en ég vona að það hafi enginn reynt að hurða hrossið.
Sest við tölvuna til þess að reyna að stunda þetta nám mitt eitthvað. Vikan hefur farið í kennslu og undirbúning hennar. Þetta er ljóti tímaþjófurinn. Á einni viku hef ég eytt í þetta tæpum 18 klukkustundum. Var algjörlega búin á fimmtudaginn eftir að hafa staðið í formalínfnyk og merkt vöðva og sinar á fimm hrosslöppum í fimm tíma. Það kom þó í ljós að ég þurfti ekkert að stressa mig yfir því að vita lítið um hrosslappir því stúdentarnir vita enn minna. En rosalega er frábært að vita að ég þarf aldrei að fara í anatómíupróf aftur!
Eftir kennsluna var síðan gott að hitta Nicky vinkonu mína á Earl of Marchmont og fá sér tvo G&T áður en heim var haldið og eiginlega beint í rúmið. Í kvöld er ég síðan að fara í partí með hinum doktorsnemunum sem eru allir meira eða minna við það að skila sínum verkefnum og því alveg að fara yfirum af stressi og einveru. Þetta verður skrautlegt!
|
Ekið á hross í Skagafirði
Ekið á dreng á Ísafirði
Reyndar var drengurinn "hurðaður" en ég vona að það hafi enginn reynt að hurða hrossið.
Sest við tölvuna til þess að reyna að stunda þetta nám mitt eitthvað. Vikan hefur farið í kennslu og undirbúning hennar. Þetta er ljóti tímaþjófurinn. Á einni viku hef ég eytt í þetta tæpum 18 klukkustundum. Var algjörlega búin á fimmtudaginn eftir að hafa staðið í formalínfnyk og merkt vöðva og sinar á fimm hrosslöppum í fimm tíma. Það kom þó í ljós að ég þurfti ekkert að stressa mig yfir því að vita lítið um hrosslappir því stúdentarnir vita enn minna. En rosalega er frábært að vita að ég þarf aldrei að fara í anatómíupróf aftur!
Eftir kennsluna var síðan gott að hitta Nicky vinkonu mína á Earl of Marchmont og fá sér tvo G&T áður en heim var haldið og eiginlega beint í rúmið. Í kvöld er ég síðan að fara í partí með hinum doktorsnemunum sem eru allir meira eða minna við það að skila sínum verkefnum og því alveg að fara yfirum af stressi og einveru. Þetta verður skrautlegt!
|