föstudagur, mars 24, 2006
Það nýjasta af gyðingahillunni!
Loksins, loksins sáum við einn af þeim dularfullu viðskiptavinum Sainsbury's sem lifa á Kneidl og Knobl og gyðingakertum. Hann hafði greinilega staldrað lengi við gyðingahilluna og var með fulla körfu af Kosher mat-jibbí!
|
fimmtudagur, mars 23, 2006
Ég segi mínar draumfarir ekki sléttar
Í vikunni dreymdi mig alla nóttina einhvern brúnan blett sem var að finna í öllum hornum. Þegar ég svo vaknaði sá ég að hægri lófi minn var allur í rauðbrúnum skellum sem gáfu til kynna að hún hefði legið í blóðpolli. Það reyndist hins vegar ómögulegt að þvo skellurnar af og þær voru í raun líkastar þornaðri fíflamjólk. Það tók heilan dag af reglulegum handþvotti að losna við litinn. Þetta er hið dularfyllsta mál og hallast ég að því að um útfrymi hafi verið að ræða. Spurning um að setja upp miðilsþjónustu...
|
Í vikunni dreymdi mig alla nóttina einhvern brúnan blett sem var að finna í öllum hornum. Þegar ég svo vaknaði sá ég að hægri lófi minn var allur í rauðbrúnum skellum sem gáfu til kynna að hún hefði legið í blóðpolli. Það reyndist hins vegar ómögulegt að þvo skellurnar af og þær voru í raun líkastar þornaðri fíflamjólk. Það tók heilan dag af reglulegum handþvotti að losna við litinn. Þetta er hið dularfyllsta mál og hallast ég að því að um útfrymi hafi verið að ræða. Spurning um að setja upp miðilsþjónustu...
|
fimmtudagur, mars 16, 2006
Íþróttir, ó íþróttir!
Hvað kom eiginlega fyrir liðið sem skipuleggur opnunarhátíðir íþróttaviðburða? Ég sá glefsur úr opnun samveldisleikanna í Melbourne á BBC og skildi ekki baun í því hvað átti að vera að gerast. Fólk flaug yfir leikvanginum hægri vinstri og skaut flugeldum úr bakpokum. Það voru fáránlegar persónur út um allt með kjánalegan svip og svo kom stór hvít önd rúllandi inn á stórum hjólum. Ég hélt alls ekki þræði og er helst á því að að þessu hafi staðið skari vonlausra danshöfunda, leikhúsgúrúa og búningahönnuða sem hafa ekkert haft að gera síðan á sjöunda áratugnum og hafa því verið orðnir uppfullir af brjálæðislegum hugmyndum sem þeir bara urðu að koma í framkvæmd. Með almannafé í vasanum og forna frægð að vopni hafa þeir svo setið á kaffihúsi og "brainstormað", ekkert vinsað úr stormlistanum og sett allan hrærigrautinn upp. Þetta minnir á söguþráðinn í "The Producers" hans Mel Brooks.
|
Hvað kom eiginlega fyrir liðið sem skipuleggur opnunarhátíðir íþróttaviðburða? Ég sá glefsur úr opnun samveldisleikanna í Melbourne á BBC og skildi ekki baun í því hvað átti að vera að gerast. Fólk flaug yfir leikvanginum hægri vinstri og skaut flugeldum úr bakpokum. Það voru fáránlegar persónur út um allt með kjánalegan svip og svo kom stór hvít önd rúllandi inn á stórum hjólum. Ég hélt alls ekki þræði og er helst á því að að þessu hafi staðið skari vonlausra danshöfunda, leikhúsgúrúa og búningahönnuða sem hafa ekkert haft að gera síðan á sjöunda áratugnum og hafa því verið orðnir uppfullir af brjálæðislegum hugmyndum sem þeir bara urðu að koma í framkvæmd. Með almannafé í vasanum og forna frægð að vopni hafa þeir svo setið á kaffihúsi og "brainstormað", ekkert vinsað úr stormlistanum og sett allan hrærigrautinn upp. Þetta minnir á söguþráðinn í "The Producers" hans Mel Brooks.
|
föstudagur, mars 10, 2006
Ofurnörd
Það var haldið pöbbkviss í Queens Medical Research Institute í gærkvöldi, "the first social event of many" sem er ætlað að draga vísindanördin út meðal annarra vísindanörda. Þetta heppnaðist últravel og liðið mitt vann! Við fengum fínan heimasmíðaðan verðlaunabikar úr geisladiskum, álpappír og stressbolta sem er í laginu eins og lítill heili. Svo fengum við hvert sína vínflöskuna. Við stóðum okkur einkar vel í lagatextum og tónlistarmönnum, þjóðfánum og sápuóperum. Hins vegar gátum við ekki svarað spurningum um eðlisþyngd Califoríums eða öðrum vísindaspurningum. Eins og George liðsfélagi minn sagði: "We don't talk shop in our spare time". Klár strákur, George.
|
Það var haldið pöbbkviss í Queens Medical Research Institute í gærkvöldi, "the first social event of many" sem er ætlað að draga vísindanördin út meðal annarra vísindanörda. Þetta heppnaðist últravel og liðið mitt vann! Við fengum fínan heimasmíðaðan verðlaunabikar úr geisladiskum, álpappír og stressbolta sem er í laginu eins og lítill heili. Svo fengum við hvert sína vínflöskuna. Við stóðum okkur einkar vel í lagatextum og tónlistarmönnum, þjóðfánum og sápuóperum. Hins vegar gátum við ekki svarað spurningum um eðlisþyngd Califoríums eða öðrum vísindaspurningum. Eins og George liðsfélagi minn sagði: "We don't talk shop in our spare time". Klár strákur, George.
|
þriðjudagur, mars 07, 2006
Vísindin efla alla dáð
Framleiðendur morgunkornsins Shreddies sem er eitthvað þurrkað, ristað hveitidót halda því fram í sjónvarpsauglýsingu að það auðveldi börnum að einbeita sér og læra í skólanum að byrja daginn á einum diski af Shreddies. Í gærkvöldi rak ég augun í smáa letrið í þessari annars oftáðurséðri auglýsingu og þar stóð: "Shreddies vs. a glucose drink". Já, svona eru vísindin stórkostleg! Að hugsa sér að börnin eigi auðveldara með að einbeita sér eftir það að borða eitthvað heldur en ef þau drekka hreinan glúkósa!!
|
Framleiðendur morgunkornsins Shreddies sem er eitthvað þurrkað, ristað hveitidót halda því fram í sjónvarpsauglýsingu að það auðveldi börnum að einbeita sér og læra í skólanum að byrja daginn á einum diski af Shreddies. Í gærkvöldi rak ég augun í smáa letrið í þessari annars oftáðurséðri auglýsingu og þar stóð: "Shreddies vs. a glucose drink". Já, svona eru vísindin stórkostleg! Að hugsa sér að börnin eigi auðveldara með að einbeita sér eftir það að borða eitthvað heldur en ef þau drekka hreinan glúkósa!!
|