fimmtudagur, mars 23, 2006
Ég segi mínar draumfarir ekki sléttar
Í vikunni dreymdi mig alla nóttina einhvern brúnan blett sem var að finna í öllum hornum. Þegar ég svo vaknaði sá ég að hægri lófi minn var allur í rauðbrúnum skellum sem gáfu til kynna að hún hefði legið í blóðpolli. Það reyndist hins vegar ómögulegt að þvo skellurnar af og þær voru í raun líkastar þornaðri fíflamjólk. Það tók heilan dag af reglulegum handþvotti að losna við litinn. Þetta er hið dularfyllsta mál og hallast ég að því að um útfrymi hafi verið að ræða. Spurning um að setja upp miðilsþjónustu...
|
Í vikunni dreymdi mig alla nóttina einhvern brúnan blett sem var að finna í öllum hornum. Þegar ég svo vaknaði sá ég að hægri lófi minn var allur í rauðbrúnum skellum sem gáfu til kynna að hún hefði legið í blóðpolli. Það reyndist hins vegar ómögulegt að þvo skellurnar af og þær voru í raun líkastar þornaðri fíflamjólk. Það tók heilan dag af reglulegum handþvotti að losna við litinn. Þetta er hið dularfyllsta mál og hallast ég að því að um útfrymi hafi verið að ræða. Spurning um að setja upp miðilsþjónustu...
|