<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 07, 2006

Vísindin efla alla dáð

Framleiðendur morgunkornsins Shreddies sem er eitthvað þurrkað, ristað hveitidót halda því fram í sjónvarpsauglýsingu að það auðveldi börnum að einbeita sér og læra í skólanum að byrja daginn á einum diski af Shreddies. Í gærkvöldi rak ég augun í smáa letrið í þessari annars oftáðurséðri auglýsingu og þar stóð: "Shreddies vs. a glucose drink". Já, svona eru vísindin stórkostleg! Að hugsa sér að börnin eigi auðveldara með að einbeita sér eftir það að borða eitthvað heldur en ef þau drekka hreinan glúkósa!!

|