<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 10, 2006

Ofurnörd

Það var haldið pöbbkviss í Queens Medical Research Institute í gærkvöldi, "the first social event of many" sem er ætlað að draga vísindanördin út meðal annarra vísindanörda. Þetta heppnaðist últravel og liðið mitt vann! Við fengum fínan heimasmíðaðan verðlaunabikar úr geisladiskum, álpappír og stressbolta sem er í laginu eins og lítill heili. Svo fengum við hvert sína vínflöskuna. Við stóðum okkur einkar vel í lagatextum og tónlistarmönnum, þjóðfánum og sápuóperum. Hins vegar gátum við ekki svarað spurningum um eðlisþyngd Califoríums eða öðrum vísindaspurningum. Eins og George liðsfélagi minn sagði: "We don't talk shop in our spare time". Klár strákur, George.

|