<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júlí 21, 2007

Búin, hætt, farin

Sjáumst í raunheimum!

|

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Allnighter #2

Góðan daginn lömbin mín, nú er klukkan 7.28 að morgni og ég hef ekkert farið í bólið. Lenti í því í gær að Elaine krafðist þess að sjá hjá mér niðurstaðnakaflana og ég neyddist því (sem var bara gott) til þess að pússa þá til og setja inn myndir og svona. Nú er svo komið að ég er alveg að verða búin með þá alla og ætti að geta skilað þeim inn á borð til hennar nú í morgunsárið.
Ég lenti annars í því í fyrrinótt að glaðvakna klukkan hálffjögur og finnast ég endilega þurfa að fara að skrifa eitthvað. Sat uppi við dogg í rúminu með fartölvuna og skrifaði þessi lifandis ósköp
í um klukkustund, eða þar til mér var orðið óglatt af þreytu. Verst er að ég hef ekki hugmynd um hvað ég var að skrifa og hef enn ekki fundið það í tölvunni. Kannski bætti ég inn bölvaðri þvælu í innganginn sem ég finn ekki fyrr en líður að vörninni...hver veit? En þetta bendir nú alla vega til þess að ég hafi verið hálfgert í draumalandi við þessa iðju!

Jæja, Elaine bíður
Tschüss!

|

laugardagur, júlí 14, 2007

Fluorescent Adolescent - Arctic Monkeys @ Jonathan Ross 

Yeehaaw!


|

þriðjudagur, júlí 10, 2007

Used to get it in your fishnets...

Ég fæ alveg titring í danstaugarnar yfir trommumennskunni á Fluorescent Adolescent. Yeeehaaaw!

|

mánudagur, júlí 09, 2007

Spud

Þar sem við kommúnan vorum að setjast við matarborðið í gærkvöldi birtist Spud úr Trainspotting í eldhúsinu hjá okkur. Já, Ewen Bremner kom í heimsókn si svona (hann er kærasti Niki, vinkonu Sigrúnar) með dóttur sína Harmony og miklu yngri hálfsystur. Og andstætt hugmyndum mínum um Irvine Welsh, þá hafði ég ekki gert mér grein fyrir því hvað Ewen er lágvaxinn. Það hjálpaði kannski ekki að hann var í allt of stórum buxum!

|

föstudagur, júlí 06, 2007

Í fyrrinótt...

...tók ég fyrsta allnighter ævi minnar. Þannig var mál með vexti að ég var búin að gera samning við Elaine um að lesa fyrir mig innganginn ef ég gæti komið honum tilbúnum til hennar á fimmtudaginn. Ég sat uppi í skóla frá níu til ellefu um kvöldið og átti þá enn svolítið eftir en ákvað þó að fara að koma mér heim þá. Var ég þá búin að nærast á jelly babies og vínberjum frá því um kvöldmatarleytið og því orðin ansi wobbly og með hungurverki. Þegar heim kom át ég pastaafgang og með því svolítinn rauðvínsdreitil, haskaði mér svo upp á herbergi og hélt áfram að vinna. Ég kláraði þetta um fjögurleytið og fór þá að sofa við fuglasöng og sólarupprás. Verst var að ég þurfti að vakna klukkan átta til þess að senda Elaine þetta í tölvupósti niðri á skrifstofu (er ekki með nettengingu á herberginu mínu) og gat svo ekki sofnað aftur.

Dröslaði mér svo á fund með Simoni klukkan ellefu, svo héldum við niður í bæ að borða hádegismat á Jaques með lab-liðinu. Þegar ég loks komst heim með strætó var ég alveg að leka niður, en þá þurfti ég að fara að kaupa í matinn því það var komið að mér að elda.

Stóð við eldamennsku í þrjá tíma og svo lak ég bara einfaldlega niður um tíuleytið en þá gat ég líka farið að sofa!

Sem sagt, inngangur er til yfirlestrar, nú er komið að því að pússa til niðurstöðurnar sem eru mikið til að verða komnar. Jibbí.

Bless í bili
C

|

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Smá píp

Hóhó, held ég ætti að láta aðeins vita af mér þó svo að sprengjulæknarnir hafi ekki náð að teygja anga sína til Edinborgar. Ég er í rosalega góðum fíling að pússa innganginn, sem er orðinn 56 síður og fer vaxandi (gúlp!). Er ein eftir uppi í skóla og er að hlusta á argasta rokk sem gefur takt og tón í ritsmíðina. Nú er ég loksins komin í almennilega stemmningu, sem felst í því að ég get setið kyrr allan guðslangan daginn, skrifað og flett í heimildum. Fyrir utan þegar ég stend upp til að kveikja á hraðsuðukatlinum og brugga rótsterkt neskaffi. Já, það er sko skárra en ekkert.

Svo fer ég heim og vinn í tölvunni uppi í rúmi fram á nótt, glaðvakna um átta morguninn eftir og svo göngum við Mollie einn hring-ég hleyp ekki þegar hún er með mér því hún er aldeilis farin að láta á sjá, orðin ansi hægfara. Svo er hún alltaf hrasandi um klærnar á sjálfri sér sem eru og hafa alltaf verið allt of langar. Hún hatar bara að láta klippa þær, það er mín afsökun. Í morgun tók hún reyndar upp á því að hlaupa út á götu því ólin gaf sig og hún var allt í einu frjáls frá taumskrattanum. Sem betur fór var ekki bíll, enda er hún bæði of blind og of heyrnarlaus til þess að vara sig á þeim!

Og talandi um Mollie, þá verð ég nú að segja frá því að hún fór til miðils um daginn. Reyndar kom miðillinn til hennar óumbeðinn, því um er að ræða Carol, konuna sem þrífur hjá Limmu. Hún er alveg ferlega "urtet" eins og það myndi kallast á dönsku, sem sagt mikið fyrir kristalla, engla og árur. Samhliða því að stunda heimilisþrif býður hún upp á reikiheilun og lestur engla- og tarotspila. Ég veit ekki hvað hún hefur mikið að gera í því, en hún tók sem sagt upp á því að lesa hugsanir Molliear ("djö...er ég þreytt maður, djö...er mér illt í mjöðmunum" o.s.frv.) og sagðist hafa skilist að hún saknaði leikfangs sem hún hafði átt sem hvolpur. Mollie lýsti leikfanginu nákvæmlega, það var rautt með doppum í ýmsum litum. Daginn eftir birtist Carol með leikfang svipað því sem Mollie hafði lýst.

Það þarf ekki að taka fram að Mollie fyrirlítur þetta leikfang, og getur ekki hugsað sér að vera í námunda við það. Ef maður lætur það í körfuna hjá henni setur hún upp megnan móðgunarsvip og skreiðist upp úr körfunni til þess að leggjast annars staðar! Góði miðillinn!

og að lokum er hér tengill á skemmtilegan frjósemisleik (nei, ekki þannig!) sem má dunda sér við ef maður er búinn að leysa Spider með fjórum sortum allt of oft ;) Ekki það að ég sé ekki búin að rústa þessum líka.

Já, svo verð ég að minnast á að ég fór að sjá Irvine Welsh lesa upp úr nýjustu bókinni sinni, það var rosa fjör. Hann er annars miklu hávaxnari en ég hélt...

|

sunnudagur, júlí 01, 2007

Tilsammans

Ég er flutt inn í kommúnu. Bý nú í stóru húsi með þremur pörum á ýmsum aldri, og von er á tveimur nýjum, ein kemur í kvöld og önnur eftir rúma viku. Verst að það eru stelpur, svo ekki get ég náð mér í eitt stykki hippakærasta. Ég er búin að pakka niður öllu dótinu mínu í tæplega 30 (!) kassa því kommúnan deilir öllu saman og best að eiga engar ónauðsynlegar eigur. Við eldum saman og borðum við stórt borð, öll 7 (öll 9 eftir næstu viku) og ræðum um heima og geima. Og rúsínan í pylsuendanum er að ég þarf ekki að borga leigu! Jibbí!

|