sunnudagur, júlí 01, 2007
Tilsammans
Ég er flutt inn í kommúnu. Bý nú í stóru húsi með þremur pörum á ýmsum aldri, og von er á tveimur nýjum, ein kemur í kvöld og önnur eftir rúma viku. Verst að það eru stelpur, svo ekki get ég náð mér í eitt stykki hippakærasta. Ég er búin að pakka niður öllu dótinu mínu í tæplega 30 (!) kassa því kommúnan deilir öllu saman og best að eiga engar ónauðsynlegar eigur. Við eldum saman og borðum við stórt borð, öll 7 (öll 9 eftir næstu viku) og ræðum um heima og geima. Og rúsínan í pylsuendanum er að ég þarf ekki að borga leigu! Jibbí!
|
Ég er flutt inn í kommúnu. Bý nú í stóru húsi með þremur pörum á ýmsum aldri, og von er á tveimur nýjum, ein kemur í kvöld og önnur eftir rúma viku. Verst að það eru stelpur, svo ekki get ég náð mér í eitt stykki hippakærasta. Ég er búin að pakka niður öllu dótinu mínu í tæplega 30 (!) kassa því kommúnan deilir öllu saman og best að eiga engar ónauðsynlegar eigur. Við eldum saman og borðum við stórt borð, öll 7 (öll 9 eftir næstu viku) og ræðum um heima og geima. Og rúsínan í pylsuendanum er að ég þarf ekki að borga leigu! Jibbí!
|