<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júlí 06, 2007

Í fyrrinótt...

...tók ég fyrsta allnighter ævi minnar. Þannig var mál með vexti að ég var búin að gera samning við Elaine um að lesa fyrir mig innganginn ef ég gæti komið honum tilbúnum til hennar á fimmtudaginn. Ég sat uppi í skóla frá níu til ellefu um kvöldið og átti þá enn svolítið eftir en ákvað þó að fara að koma mér heim þá. Var ég þá búin að nærast á jelly babies og vínberjum frá því um kvöldmatarleytið og því orðin ansi wobbly og með hungurverki. Þegar heim kom át ég pastaafgang og með því svolítinn rauðvínsdreitil, haskaði mér svo upp á herbergi og hélt áfram að vinna. Ég kláraði þetta um fjögurleytið og fór þá að sofa við fuglasöng og sólarupprás. Verst var að ég þurfti að vakna klukkan átta til þess að senda Elaine þetta í tölvupósti niðri á skrifstofu (er ekki með nettengingu á herberginu mínu) og gat svo ekki sofnað aftur.

Dröslaði mér svo á fund með Simoni klukkan ellefu, svo héldum við niður í bæ að borða hádegismat á Jaques með lab-liðinu. Þegar ég loks komst heim með strætó var ég alveg að leka niður, en þá þurfti ég að fara að kaupa í matinn því það var komið að mér að elda.

Stóð við eldamennsku í þrjá tíma og svo lak ég bara einfaldlega niður um tíuleytið en þá gat ég líka farið að sofa!

Sem sagt, inngangur er til yfirlestrar, nú er komið að því að pússa til niðurstöðurnar sem eru mikið til að verða komnar. Jibbí.

Bless í bili
C

|