<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 26, 2007

Þreyta...aaaaahhh!

Komst heim áðan við illan leik, alveg að leka niður úr þreytu og hefði getað sofnað við stýrið á gatnamótunum við Captain's road ef ekki hefði verið lakkrískonfektið sem hélt blóðsykrinum uppi. Var þá ekki Guinnesfjölskyldan með útskriftarveislu hér fyrir dóttur sína og ég sem bar af mér allar bænir um að koma niður sökum þreytu og almennra tuskulegheita fékk bara kampavínsglas upp á skör sem ég gat tekið með mér í langt heitt bað og eftir það varð ég nú að sýna af mér kæti! Lenti á spjalli um hrossarækt og merarleg (hann spurði, ég reyndi að halda þessu leyndu, það er ekki eins og ég beri þetta á borð fyrir hvern mann, sérstaklega núna þegar ég er búin að fá upp í háls!) og þótti ég bara sleppa ágætlega frá því. Svo kom einher hoity toity yfirstéttarkona og fór að tala um Íslendinga á snobbaðan hátt og segja brandara sem ég skildi ekki, bæði fyrir talandann sem var óskiljanlegur og menningargjána sem á milli okkar var. Ég tók því ekki þátt í þessu stundinni lengur. Pah!

|