<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júní 02, 2007

Hráfiski föstudagsins

Í gærkvöldi var ég á sushistað í Dalry/Haymarket með fjórum góðum vinum. Þar sem við sátum við gluggann og spjölluðum sá ég kunnuglegt andlit líða fram hjá og fattaði sekúndubroti síðar að þar var á ferðinni Mummi í Mótorsmiðjunni (eða hvað sem þetta heitir, þið vitið, þessi grá-hálfsíðhærði í leðurjakkanum. Sko ekki hinn þarna) með kvensu sinni. Hvað eru þau að gera á röltinu í Dalry? Langt frá öllum ferðamönnum sem halda sig aðallega á Princes Street.

Annars var maturinn góður og félagsskapurinn ekki síðri. Andy hennar Bea sem er frá Tayside komst meðal annars að því að ég er "a fellow Scotsman", eða þannig, og vildi því endilega gefa mér skoskt nafn. Vegna föðurnafns míns, sem honum finnst hljóma svipað og stoatin' (sem þýðir fullur á scots) fékk ég því viðurnefnið Stoatin' Mary. Hmmm.....? Og svo þegar ég ætlaði að hefna mín datt mér ekkert sniðugt íslenskt nafn í hug fyrir hann, en hann heitir því þjóðlega nafni Andrew Duncan Livingston. Einhverjar hugmyndir?

Og að lokum: Hvað á hún eiginlega að þýða, þessi ljósmynd sem fylgir þessari frétt um kynlífslöngun danskra karlmanna? Ef þeir hafa notað hana í könnuninni þá er ég ekki hissa að staðið hafi á viðbrögðunum.

|