<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 26, 2007

Hálfneikvæð, en samt jákvæð

Ég var ein heima með Mollie um helgina og gerði mitt besta til að klára innganginn. Sat niðri í eldhúsi og hlustaði á BBC 6 music sent frá Glastonbury, með kaffi í bolla og ruslaði mér gegnum hrúgur af vísindagreinum. Eina truflunin sem ég varð fyrir var stúlkukind sem kom til að kaupa af mér hjólið mitt. Ég var ekkert smá stolt yfir því að selja það, fékk fyrir það 60 pund sem er algjör fjársjóður fyrir fátækan námsmann.

En allt kom fyrir ekki, ég náði ekki að klára innganginn fyrir mánudagseftirmiðdag eins og ég hafði lofað Simoni og fékk því dagsfrest þar til núna. Viti menn, var að enda við að senda þetta til hans. Alls ekki klárað, en það er komin ansi góð mynd á þetta.

Gærdagurinn fór nefnilega í eitthvað rugl, ég var svo ómótiveruð að ég stikaði um gólf í algjöru ofvirknikasti og gat ekki sest niður og einbeitt mér að lífefnafræðinni í kringum matrix metalloproteinases, funnily enough. Ég einbeitti mér þess vegna að því að pakka niður í kassa og þrífa eldhúsið og svona. Ég virðist bara alls ekki vera sá öreigi sem ég ímyndaði mér, því ég á margar kassafyllir af jarðneskum eigum, og er ég þó búin að fleygja nokkuð miklu í nytjagám.

Og já, í dag er afmælisdagurinn mikli, en í dag eiga afmæli hvorki meira né minna en fimm manns sem ég þekki (til hamingju, þið vitið hver þið eruð!), auk tveggja frægukalla sem ég veit um. Svo ekki sé minnst á þá sem áttu afmæli í gær og fyrradag og svo líka á komandi dögum. Jahérnahér!

|