sunnudagur, júní 03, 2007
Öfgarnar í bíó
Herra minn trúr, hvernig gat ég látið gabba mig út í þetta sjóræningjaæði? Ég var fyllilega ánægð með að hafa hvorki séð númer eitt né tvö af þessum kjánaskap þar til ég sá þá fyrstu með frændum mínum barnungum. Þetta var svo sem þolanlegt. Núna lét ég svo vini mína gabba mig með á þá þriðju, og hamingjan góða hvílíkt endemis rugl og lopateygja! Ég var að farast úr áhugaleysi og leiðindum. Eini sem eitthvað vit var í var auðvitað Bill Nighy, sem því miður var í líki kolkrabba mestallan tímann, en státaði af alveg ágætum skoskum hreim og átti tíu sekúndur í mannslíki, sem var bara held ég minn hápunktur.
Svo skulum við ekki ræða fröken Knightley sem virðist vera með kjálkann víraðan sman svo honum er skotið ansi vel fram og hefur auk þess ekki mikil tök á að opnast. Svo klemmir hún líka nasirnar saman í því sem hún setur upp skúffuna og lítur út eins og smábarn sem er að gera eitthvað í bleyjuna....en nóg um hennar leiksigur.
Þá er eitthvað annað sú fyrirtaks kvikmynd sem við Bea sáum á fimmtudaginn, loksins eftir nokkrar tilraunir. Það er hin raunsanna "Das Leben der Anderen" sem fjallar um samskipti Stasi við almúgann. Frábær alveg. Sjáið hana. Nenni ekki að skrifa meira, farið bara og sjáið hana.
|
Herra minn trúr, hvernig gat ég látið gabba mig út í þetta sjóræningjaæði? Ég var fyllilega ánægð með að hafa hvorki séð númer eitt né tvö af þessum kjánaskap þar til ég sá þá fyrstu með frændum mínum barnungum. Þetta var svo sem þolanlegt. Núna lét ég svo vini mína gabba mig með á þá þriðju, og hamingjan góða hvílíkt endemis rugl og lopateygja! Ég var að farast úr áhugaleysi og leiðindum. Eini sem eitthvað vit var í var auðvitað Bill Nighy, sem því miður var í líki kolkrabba mestallan tímann, en státaði af alveg ágætum skoskum hreim og átti tíu sekúndur í mannslíki, sem var bara held ég minn hápunktur.
Svo skulum við ekki ræða fröken Knightley sem virðist vera með kjálkann víraðan sman svo honum er skotið ansi vel fram og hefur auk þess ekki mikil tök á að opnast. Svo klemmir hún líka nasirnar saman í því sem hún setur upp skúffuna og lítur út eins og smábarn sem er að gera eitthvað í bleyjuna....en nóg um hennar leiksigur.
Þá er eitthvað annað sú fyrirtaks kvikmynd sem við Bea sáum á fimmtudaginn, loksins eftir nokkrar tilraunir. Það er hin raunsanna "Das Leben der Anderen" sem fjallar um samskipti Stasi við almúgann. Frábær alveg. Sjáið hana. Nenni ekki að skrifa meira, farið bara og sjáið hana.
|