<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 27, 2007

Afrek dagsins

Úff, gærkvöldið endaði á því að ég borðaði lasagna niðri með stórfjölskyldunni auk Guinnes-liðsins. Það var því ekki skrifað það kvöldið, en skriftir höfðu gengið gífurlega vel yfir daginn svo það var í lagi. Þar sem ég var svona búin eftir daginn eins og fyrri færsla ber vitni um náði ég ekki að halda mér vakandi yfir bók vikunnar á miðnætti og vaknaði því upp með andfælum við ólukkans Sailing By. Meiri ólukkan sem þessi árans músík er!

Vaknaði með endemum ringluð í morgun, þó ekki með blóðtauma niður hökuna eins og í gærmorgun (don't ask) og er að reyna að halda mér við efnið. Það gengur brösulega eins og sjá má.

|