<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Utankjörfundur

Ég var að enda við að kjósa. Trítlaði niður á skrifstofu til Limmu, Mollie lá á gólfinu í allri sinni dýrð, ég fékk í hendur tvö umslög, kjörseðil og fylgibréf, settist á rúmið (já, skrifstofan hennar Limmu er líka gestaherbergi!) og hófst svo handa við að fylla þetta allt út eftir kúnstarinnar reglum. Lagði sko ekki í að breyta röð frambjóðenda eins og mér var boðið, nóg var þetta nú flókið. Kjörseðillinn fór í sérstakt umslag, fylgibréfið var stimplað og útfyllt, þetta fór hvort tveggja í annað umslag sem var stimplað og merkt í bak og fyrir. Umslagið fer ég svo með heim í vikunni og skila því til Bjarna frænda hjá sýslumanni. Þrátt fyrir alla alvöruna og þá virðingu sem ég ber fyrir því að kjósa er þetta dæmalaust heimilislegt.

Því ég bý hjá konsúl, ét vanillin konsúm í silkitafti frá Monsún.

|