mánudagur, mars 12, 2007
Ribbensteg
Þessi veikindi mín virðast engan endi ætla að taka og það bætist bara í vandræðin. Mér tókst nefnilega að rifbrjóta mig sökum hóstaláta í gær. Nú er ég helaum í hægri síðu við hvern andardrátt, hvern hósta og hryglu. Þetta er víst ekkert óalgengt og ekkert við því að gera svo ég verð bara að bíða þetta af mér. Svo má við þetta bæta að mig dreymdi að ég væri með sortuæxli á bringunni og það var þakið sóti sem hægt var að kroppa af. Svona er maður nú hraustur um þessar mundir!
|
Þessi veikindi mín virðast engan endi ætla að taka og það bætist bara í vandræðin. Mér tókst nefnilega að rifbrjóta mig sökum hóstaláta í gær. Nú er ég helaum í hægri síðu við hvern andardrátt, hvern hósta og hryglu. Þetta er víst ekkert óalgengt og ekkert við því að gera svo ég verð bara að bíða þetta af mér. Svo má við þetta bæta að mig dreymdi að ég væri með sortuæxli á bringunni og það var þakið sóti sem hægt var að kroppa af. Svona er maður nú hraustur um þessar mundir!
|