mánudagur, mars 19, 2007
Kuldaboli snýr aftur
Hér er skítakuldi, gránaði í Pentland Hills í nótt og því nauðsynlegt að taka fram ullarsokkabuxurnar enn á ný (sem ég var nýbúin að leggja eftir að hafa búið í þeim meðan ég var lasin) og setja upp húfu og grifflur við samfestinginn. Kennslan fór ágætlega nú síðdegis nema greyjunum var svo kalt að þau reyndu að sleppa snemma en þau komust nú ekki upp með það, ekki á minni vakt!
Ég var svo dæmalaust framtakssöm í gær að ég keypti mér parkódín fyrir rifbeinið og er því öll að koma til. Gat því klætt hrossin í frakkana sína án nokkurra vandkvæða að lokinni kennslu.
|
Hér er skítakuldi, gránaði í Pentland Hills í nótt og því nauðsynlegt að taka fram ullarsokkabuxurnar enn á ný (sem ég var nýbúin að leggja eftir að hafa búið í þeim meðan ég var lasin) og setja upp húfu og grifflur við samfestinginn. Kennslan fór ágætlega nú síðdegis nema greyjunum var svo kalt að þau reyndu að sleppa snemma en þau komust nú ekki upp með það, ekki á minni vakt!
Ég var svo dæmalaust framtakssöm í gær að ég keypti mér parkódín fyrir rifbeinið og er því öll að koma til. Gat því klætt hrossin í frakkana sína án nokkurra vandkvæða að lokinni kennslu.
|