mánudagur, mars 05, 2007
Heimt úr helju
Haldiði að ég sé ekki bara búin að vera veik síðan ég skrifaði síðast. Ég hélt þá að ég myndi komast í gegnum þessa kvefkveif standandi eins og venjulega en samviskusemin varð mér að falli. Ég var nefnilega búin að lofa mér í það að kryfja áfram á miðvikudaginn eftir kennsluna um morguninn. Þegar ég svipti segldúknum af honum Grána mínum (mynd síðar) og gerði mig líklega til að byrja að skera fór ekki betur en svo að ég skar í fingurinn á mér, slíkt var óráðið. Hnífurinn var ennþá frekar hreinn sem betur fer og sárið grunnt. Ég hékk uppi við þessa iðju í tvo tíma eða þar til ég var farin að hristast af kulda og samstarfsfólk mitt rak mig heim.
Á leiðinni heim marði ég ferð í Sainsbury's þar sem ég keypti tvo pakka af Lemsip, einn pakka af ennisholupillum, annan af parasetamóli, hóstamixtúru, íbúfengel (fyrir brotna fingurinn sem er svo aumur í kulda), kók, vínber, tómata og mjólk.
Fór svo beint undir sæng þegar heim var komið og nötraði þar og skalf með brennandi heitt enni og svitnaði eins og svín. Lá með óráði, hóstaði og hrein en fékk víst lítinn svefn. Ég neyddist til þess að taka veikindafrí frá kennslunni á fimmtudaginn en gat ekkert sofið þann daginn sökum hósta og almennrar eymdar. Var þó komin til kennslu á föstudaginn, eins og ekkert hefði í skorist, og stóð í fimm tíma á sunnudaginn við Grána og skar og skar. Hummaði "Hvað boðar nýárs blessuð sól?" og hlustaði á gleðilætin í tjaldinum fyrir utan skemmuna.
Ég verð nú að segja að fyrir sumt fólk sem glímir við ofát væri sniðug leið að gera samskiptin milli nefhols og tungu óvirk (tímabundið), svona eins og gerist við mikið kvef, því bragðskynið er gjörsamlega ónýtt og það er ekkert gaman að borða þegar svoleiðis stendur á. Þessa dagana bregst ekki að ég missi bragðskynið um kvöldmatarleytið svo ef ég borða ekki frekar snemma þá finn ég ekki bragðið af matnum sem ég hef staðið á haus við að elda. Í gærkvöldi borðaði ég því engan kvöldmat-það tók því ekki! Og rúsínan í pylsuendanum er að allur þessi hósti hefur mikið æfingagildi fyrir kviðvöðvana og maginn á mér því orðinn algjör þvottabretti-auk þess sem vöðvarnir eru frábærlega skornir sökum ofþornunar (öll þessi slímframleiðsla og allur þessi sviti í óráðsköstunum borga sig greinilega!). Þetta er fínasta vaxtarækt.
Að lokum tvennt:
1. Hvað er eiginlega með Eddie Murphy og feitt fólk? Nú er hann enn í gervi feitrar manneskju í einhverjum hroða sem kallast "Norbit" og var að koma út. Mér sýnist að hann leiki mann sem á í einhvers konar sambandi við akfeita konu (sem hann leikur auðvitað líka). Jahá, fraaaaábær hugmynd Eddí!
2. Ömurlegasta auglýsingaslagorð sem ég hef lengi heyrt heyrist í auglýsingu Oral-B fyrir Pulsar tannburstann sinn. Hún er svona:
(Kynþokkafullur karlmaður): The whole world has a pulse
(Marglytta syndir með taktföstum hreyfingum, kornöx bærast í vindi, fótboltamaður heldur á lofti bolta (sic))
(Kynþokkafullur karlmaður aftur): Now, so does a toothbrush!
Og svo framvegis....(ég hef aldrei getað hlustað á restina)
.....Now, so does a toothbrush?! Hverjum datt þessi snilld í hug? Ömurlegt! Ég ætla aldrei að kaupa mér pulsar tannbursta. Aldrei!
|
Haldiði að ég sé ekki bara búin að vera veik síðan ég skrifaði síðast. Ég hélt þá að ég myndi komast í gegnum þessa kvefkveif standandi eins og venjulega en samviskusemin varð mér að falli. Ég var nefnilega búin að lofa mér í það að kryfja áfram á miðvikudaginn eftir kennsluna um morguninn. Þegar ég svipti segldúknum af honum Grána mínum (mynd síðar) og gerði mig líklega til að byrja að skera fór ekki betur en svo að ég skar í fingurinn á mér, slíkt var óráðið. Hnífurinn var ennþá frekar hreinn sem betur fer og sárið grunnt. Ég hékk uppi við þessa iðju í tvo tíma eða þar til ég var farin að hristast af kulda og samstarfsfólk mitt rak mig heim.
Á leiðinni heim marði ég ferð í Sainsbury's þar sem ég keypti tvo pakka af Lemsip, einn pakka af ennisholupillum, annan af parasetamóli, hóstamixtúru, íbúfengel (fyrir brotna fingurinn sem er svo aumur í kulda), kók, vínber, tómata og mjólk.
Fór svo beint undir sæng þegar heim var komið og nötraði þar og skalf með brennandi heitt enni og svitnaði eins og svín. Lá með óráði, hóstaði og hrein en fékk víst lítinn svefn. Ég neyddist til þess að taka veikindafrí frá kennslunni á fimmtudaginn en gat ekkert sofið þann daginn sökum hósta og almennrar eymdar. Var þó komin til kennslu á föstudaginn, eins og ekkert hefði í skorist, og stóð í fimm tíma á sunnudaginn við Grána og skar og skar. Hummaði "Hvað boðar nýárs blessuð sól?" og hlustaði á gleðilætin í tjaldinum fyrir utan skemmuna.
Ég verð nú að segja að fyrir sumt fólk sem glímir við ofát væri sniðug leið að gera samskiptin milli nefhols og tungu óvirk (tímabundið), svona eins og gerist við mikið kvef, því bragðskynið er gjörsamlega ónýtt og það er ekkert gaman að borða þegar svoleiðis stendur á. Þessa dagana bregst ekki að ég missi bragðskynið um kvöldmatarleytið svo ef ég borða ekki frekar snemma þá finn ég ekki bragðið af matnum sem ég hef staðið á haus við að elda. Í gærkvöldi borðaði ég því engan kvöldmat-það tók því ekki! Og rúsínan í pylsuendanum er að allur þessi hósti hefur mikið æfingagildi fyrir kviðvöðvana og maginn á mér því orðinn algjör þvottabretti-auk þess sem vöðvarnir eru frábærlega skornir sökum ofþornunar (öll þessi slímframleiðsla og allur þessi sviti í óráðsköstunum borga sig greinilega!). Þetta er fínasta vaxtarækt.
Að lokum tvennt:
1. Hvað er eiginlega með Eddie Murphy og feitt fólk? Nú er hann enn í gervi feitrar manneskju í einhverjum hroða sem kallast "Norbit" og var að koma út. Mér sýnist að hann leiki mann sem á í einhvers konar sambandi við akfeita konu (sem hann leikur auðvitað líka). Jahá, fraaaaábær hugmynd Eddí!
2. Ömurlegasta auglýsingaslagorð sem ég hef lengi heyrt heyrist í auglýsingu Oral-B fyrir Pulsar tannburstann sinn. Hún er svona:
(Kynþokkafullur karlmaður): The whole world has a pulse
(Marglytta syndir með taktföstum hreyfingum, kornöx bærast í vindi, fótboltamaður heldur á lofti bolta (sic))
(Kynþokkafullur karlmaður aftur): Now, so does a toothbrush!
Og svo framvegis....(ég hef aldrei getað hlustað á restina)
.....Now, so does a toothbrush?! Hverjum datt þessi snilld í hug? Ömurlegt! Ég ætla aldrei að kaupa mér pulsar tannbursta. Aldrei!
|