fimmtudagur, mars 22, 2007
Æ, hann Klítóris
Vá, ekki hélt ég að ungir piltar yrðu svona vandræðalegir þegar rætt væri um anatómíska strúktúra við og í skeiðaropi hryssna. Svo vill nú til að í dýralæknanámi er yfirleitt meirihlutinn stúlkur og því standa drengirnir frekar upp úr í fákarlmenninu. Stúlkurnar flissuðu yfir viðbrögðum piltanna sem stóðu dreyrrauðir og reyndu að stauta sig fram úr dónalegum orðum.
Ég sem er vön að tala um þessi mál á klínískum nótum varð hissa og gerði fyrst góðlátlegt grín að öllu saman en áttaði mig svo á því að ég yrði að fara varlega í þessum efnum. Maður veit aldrei hvað þessir útlendingar eru að hugsa. Þess má geta að ég þurfti að skrifa upp á það að ég væri ekki kynferðisglæpamaður þegar ég tók við þessu kennslustarfi. Þar að auki var nafn mitt borið saman við lista um yfirlýsta barnaníðinga til þess eins að koma í veg fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur háskólanum. Ég ákvað því að hafa mig hæga og hætti að hlæja að drengjunum. Asnalegt.
|
Vá, ekki hélt ég að ungir piltar yrðu svona vandræðalegir þegar rætt væri um anatómíska strúktúra við og í skeiðaropi hryssna. Svo vill nú til að í dýralæknanámi er yfirleitt meirihlutinn stúlkur og því standa drengirnir frekar upp úr í fákarlmenninu. Stúlkurnar flissuðu yfir viðbrögðum piltanna sem stóðu dreyrrauðir og reyndu að stauta sig fram úr dónalegum orðum.
Ég sem er vön að tala um þessi mál á klínískum nótum varð hissa og gerði fyrst góðlátlegt grín að öllu saman en áttaði mig svo á því að ég yrði að fara varlega í þessum efnum. Maður veit aldrei hvað þessir útlendingar eru að hugsa. Þess má geta að ég þurfti að skrifa upp á það að ég væri ekki kynferðisglæpamaður þegar ég tók við þessu kennslustarfi. Þar að auki var nafn mitt borið saman við lista um yfirlýsta barnaníðinga til þess eins að koma í veg fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur háskólanum. Ég ákvað því að hafa mig hæga og hætti að hlæja að drengjunum. Asnalegt.
|