fimmtudagur, mars 22, 2007
Framtíðarplön
Ég er búin að dunda mér við að gera skattskýrslu undanfarna daga, í hvert sinn er færi gefst. Þegar ég var að fylla út rekstraryfirlitið gladdi það mig óskaplega að renna yfir lista atvinnugreina sem færa mátti inn. Listinn var gífurlega langur og var honum raðað upp eftir atvinnugreinanúmerum en ekki eftir stafrófsröð. Þurfti ég því að halda athyglinni í topp þegar ég renndi í gegn um listann til þess að grípa nú mína einu sönnu atvinnugrein. Það þarf ekki að taka fram að hún var afskaplega neðarlega (en byrjar þó á D) og gat ég því barið augum stórkostlega fjölbreyttan lista atvinnugreina. Þar með talið dýnuframleiðslu og kolanám (þar af steinkolanám og brúnkolanám). Er kolanám stundað á Íslandi? Er stundað góðmálmanám á Íslandi? Samanber flokkana "Framleiðsla góðmálma" og "Nám annarra málma en járns, þó ekki úran- og þórínmálmgrýtis".
Næst þegar ég er á landinu ætla ég að labba mig niður á virðisaukadeild skattstofunnar og segjast stunda vinnslu þórínmálmgrýtis. Sé fyrir mér skrifstofublók flettandi upp þórínmálmgrýti í huganum og segja mér svo með fullvissu í málrómnum, notandi allt of flókin og mörg orð á sekúndu að þá þurfi ég eyðublað 4.13. "Ónei, ef þú vinnur með þórínmálmgrýti er sko virðisaukinn verðtryggður og tryggingagjaldið þeim mun hærra, eða sem nemur 3.441% af staðgreiðslunni nema endurgjaldið fari yfir 354.554 kr. á mánuði en þá gildir afturköllunarreglan. Og þar sem þórín er 234% geislavirkara en gull áttu auðvitað rétt á kitlitrompi 5. dag hvers mánaðar".
|
Ég er búin að dunda mér við að gera skattskýrslu undanfarna daga, í hvert sinn er færi gefst. Þegar ég var að fylla út rekstraryfirlitið gladdi það mig óskaplega að renna yfir lista atvinnugreina sem færa mátti inn. Listinn var gífurlega langur og var honum raðað upp eftir atvinnugreinanúmerum en ekki eftir stafrófsröð. Þurfti ég því að halda athyglinni í topp þegar ég renndi í gegn um listann til þess að grípa nú mína einu sönnu atvinnugrein. Það þarf ekki að taka fram að hún var afskaplega neðarlega (en byrjar þó á D) og gat ég því barið augum stórkostlega fjölbreyttan lista atvinnugreina. Þar með talið dýnuframleiðslu og kolanám (þar af steinkolanám og brúnkolanám). Er kolanám stundað á Íslandi? Er stundað góðmálmanám á Íslandi? Samanber flokkana "Framleiðsla góðmálma" og "Nám annarra málma en járns, þó ekki úran- og þórínmálmgrýtis".
Næst þegar ég er á landinu ætla ég að labba mig niður á virðisaukadeild skattstofunnar og segjast stunda vinnslu þórínmálmgrýtis. Sé fyrir mér skrifstofublók flettandi upp þórínmálmgrýti í huganum og segja mér svo með fullvissu í málrómnum, notandi allt of flókin og mörg orð á sekúndu að þá þurfi ég eyðublað 4.13. "Ónei, ef þú vinnur með þórínmálmgrýti er sko virðisaukinn verðtryggður og tryggingagjaldið þeim mun hærra, eða sem nemur 3.441% af staðgreiðslunni nema endurgjaldið fari yfir 354.554 kr. á mánuði en þá gildir afturköllunarreglan. Og þar sem þórín er 234% geislavirkara en gull áttu auðvitað rétt á kitlitrompi 5. dag hvers mánaðar".
|