<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 23, 2007

Tölfræði

Ég sá í Mogganum um daginn að það væri byrjað að fara sáttaleiðina í völdum sakamálum á Íslandi og að fram að þessu hefðu tæplega 10 mál fengið þessa meðferð. Tæplega tíu...var ekki bara hægt að segja átta eða níu eða hversu mörg sem þau nú voru? Það er í rauninni ekki þörf á námundun þegar talan er svona lág!

Annað dæmi um kjánalegar tölur í fréttum er úttekt á tungumálakennslu í Evrópusambandinu. Það kom fram að ungt fólk lærði að meðaltali 1.4 erlend tungumál í öðrum löndum en bresk ungmenni lærðu hins vegar helmingi færri tungumál. Það gerir 0.7 tungumál. Sem er ekki einu sinni eitt og því í rauninni ekkert tungumál.

Já, tölfræði er frábær.

|