<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Nóg að gera

Úff, ég er búin að standa í sjö tíma og kryfja dautt hross (Equus mortus). Þar á undan stökk ég á fund niður í Little France. Deginum lauk svo á að ég eltist við kollega mína sem aldrei eru á sínum stað, til þess að arranséra kennslufyrirkomulagi námskeiðsins sem byrjar á fimmtudaginn. Þarf að fá lánaðar röntgenmyndir og svona til að kræsa fyrir stúdentakvölunum.

Og allt þetta afrekaði ég fárveik. Ég ætlaði aldrei að hafa mig upp af koddanum í morgun vegna þess að hausinn á mér reyndist þungur sem blý og þar að auki voru allir liðir stirðir og aumir. Eftir bolla af heitu Lemsippi leið mér betur og fór ég dúðuð í ullarsokkabuxum, skíðaundirfötum og flísi af stað í daginn. Svitnaði eins og svín á fundinum í morgun en seinna naut ég þess að hafa klætt mig vel þar sem ég stóð úti í mjaltaskemmu við formalínhrossið mitt og skar á fullu. Fékk öðru hverju einhver af mínum verri hóstaköstum og þurfti að kasta frá mér skurðhnífum og pinsettum til þess að standa í þeim fjára.

En nú ætla ég heim í bólið. Eftir að ég er búin að endurskoða eitt stykki vísindagrein og skrifa tvo útdrætti.

|