<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Legnámsfrétt

Herra minn trúr, hvað varðar mig um móðurlífið í Camillu Parker-Bowles? Ekkert, myndi ég segja en eitthvað virðast skiptar skoðanir um það. Í gær var nefnilega sagt ítarlega frá því í fréttum að nú standi til að hún fari í legnámsaðgerð. Talað var við "Royal Correspondant" á BBC og farið nákvæmlega í gegn um framkvæmd slíkrar aðgerðar. Svo voru Times með heila síðu um þetta í morgun. Jæja, þá veit maður það, þó ekki hafi maður spurt.

|