<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 12, 2007

Judy Dyke

Ég sá rosalega góða bíómynd í gær. Í henni átti Judi Dench frábæran leik sem krípí sagnfræðikennari. Þetta var svona Hitchcockstemmning með óhuggulegri tónlist og sannkölluðum tilfinningatryllingi. Og já, myndin heitir Notes on a Scandal. Svo var líka Bill Nighy í henni og hann er svo hyggelig.

Annað sem ég hef séð áhugavert þessa helgina var rugbyleikur milli Skota og Walesverja. Nú er í gangi six nations stórmótið og því rugbyveisla um hverja helgi. Það er stórskrítið að fylgjast með þessari íþrótt, þeir eru bornir út af alblóðugir, saumaðir á kantinum og sendir inná aftur. Og það er ekki sami tepruskapurinn og í fótboltanum: Hér er ekkert að því að blæða svolítið á aðra leikmenn. Svo eru þeir auðvitað allir með margbrotin (sem sagt oft brotin, ekki flókin) nef og margir taka upp á því að teipa niður á sér eyrun til þess að koma í veg fyrir cauliflower ear sem lýsir sér í blóðsöfnun undir húðinni sem getur gert eyrað rosalega stórt og jafnvel eyðilagt brjóskið í eyranu. Mér sýndist jafnvel einn þeirra velsku vera með gúmmídren út úr eyrnablöðkunni. Skotar unnu, svo ekki var þetta algjör tímasóun hjá mér. Svo gat ég líka prjónað um leið þannig að tímanum var aldeilis vel varið!

|