laugardagur, febrúar 03, 2007
Helgarpistill
Í gær var ég búin að fá alveg nóg af vandræðum mínum (aðallega af fjárhagslegum toga) og ákvað að skella mér á tónleika til að rokka úr mér allar áhyggjur með Beethoven. Á dagskránni var Eroica, sem var auðvitað bara fínt. Eftir hlé var hins vegar algjör perla, Nevsky eftir Prokofiev, sem var sveitt rokk all the way through. Þá var bætt við hljómsveitina, aðallega við slagverkið sem taldi þá 8 meðlimi, auk hörpu, 8 kontrabassa, 117 kórmeðlima og einnar rosalega feitrar söngkonu. Hljómsveitarstjórinn var unun á að horfa, hárið á honum átti sér eigið líf og hef ég aldrei séð annað eins. En slagverksdrengirnir stóðu sig eins og hetjur, þeystust milli páka, bassatromma og gong-a eins og velsmurðir stimplar í v8 vél. Þeir spiluðu meira að segja á xylofón og þríhyrning! Þetta var svo mikil kakófónía og var svo óskipulagt að það snerist í andhverfu sína og varð bara þrælskemmtilegt. Þetta fékk mig heldur betur til að gleyma vandræðum mínum þar sem ég skríkti af ánægju og hristist öll í takt við slagverkið.
Vandræðin eru þó enn til staðar en eldhuginn ég hef þó enn einhver trikk í pokahorninu og hyggst ég hóta að beita verkfallsréttinum til að fá mínu fram við ólukkans skrifstofublókirnar sem eiga að heita launagreiðendur mínir. Aular.
Æ, svo var alveg fullt af einhverju skrítnu og skemmtilegu sem ég var búin að leggja á minnið til að blogga um en óstuðið á föstudaginn virðist hafa eytt því. Það verður þá bara að hafa það.
|
Í gær var ég búin að fá alveg nóg af vandræðum mínum (aðallega af fjárhagslegum toga) og ákvað að skella mér á tónleika til að rokka úr mér allar áhyggjur með Beethoven. Á dagskránni var Eroica, sem var auðvitað bara fínt. Eftir hlé var hins vegar algjör perla, Nevsky eftir Prokofiev, sem var sveitt rokk all the way through. Þá var bætt við hljómsveitina, aðallega við slagverkið sem taldi þá 8 meðlimi, auk hörpu, 8 kontrabassa, 117 kórmeðlima og einnar rosalega feitrar söngkonu. Hljómsveitarstjórinn var unun á að horfa, hárið á honum átti sér eigið líf og hef ég aldrei séð annað eins. En slagverksdrengirnir stóðu sig eins og hetjur, þeystust milli páka, bassatromma og gong-a eins og velsmurðir stimplar í v8 vél. Þeir spiluðu meira að segja á xylofón og þríhyrning! Þetta var svo mikil kakófónía og var svo óskipulagt að það snerist í andhverfu sína og varð bara þrælskemmtilegt. Þetta fékk mig heldur betur til að gleyma vandræðum mínum þar sem ég skríkti af ánægju og hristist öll í takt við slagverkið.
Vandræðin eru þó enn til staðar en eldhuginn ég hef þó enn einhver trikk í pokahorninu og hyggst ég hóta að beita verkfallsréttinum til að fá mínu fram við ólukkans skrifstofublókirnar sem eiga að heita launagreiðendur mínir. Aular.
Æ, svo var alveg fullt af einhverju skrítnu og skemmtilegu sem ég var búin að leggja á minnið til að blogga um en óstuðið á föstudaginn virðist hafa eytt því. Það verður þá bara að hafa það.
|