<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Going slightly mad

Ég var að ná mér í vísindagrein á netinu og einn af höfundunum heitir Malakooti. Þetta þykir mér ógeðslega fyndið, enda er fátt annað fyndið í mínum litla heimi um þessar mundir. Bið ykkur bara að afsaka.

Svo fór ég nú reyndar í bíó á föstudaginn og sá The Science of Sleep sem skartar Gael García Bernal í allt of stórum skóm og vínrauðum Bítlajakkafötum. Mér fannst hún skemmtileg en samferðastúlkum mínum fannst hún ekki nógu djúpstæð eða "thought provoking". Ég þarf svo sem ekkert á meiri próvókasjón að halda en bévítans verkefninu mínu, svo mér hentaði ágætlega að horfa á svolítinn kjánaskap og þótti hún bara mjög góð.

|