<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Boltaland

Ég komst að því í gær að það er gífurlega vandræðalegt að hlusta á útvarpsleikrit þar sem persónurnar kyssast stanslaust af mikilli ástríðu. Missti alla vega matarlystina og varð að fara út í göngutúr til að hrista af mér ímyndaða sleftauma.

Og mikið var ég svekkt á þriðjudagskvöld að þurfa einmitt að vera að spila netbolta þegar handboltaleikurinn var. Þegar ég kom heim og sá hvernig þetta hafði farið var ég himinlifandi að hafa ekki þurft að sitja undir þessari spennu. Það hefði farið alveg með mitt litla hjarta að engjast í stressi og harmi fyrir framan tölvuna hlustandi á Dolla og Samúel Örn í gegnum netið. En bévítans Danirnir, alltaf hafa þeir okkur undir, sama hvað! Las lýsingu á leiknum á DR síðunni og hún var auðvitað mjög partísk, eini Íslendingurinn nefndur á nafn var Ólafur Stefánsson. Annars var bara talað um "islændingene". En ég er nú glöð að sjá að íslenskir fjölmiðlar hafa slegið eign sinni á einhvern veslings danskan landsliðsmann sem kom lítið eitt við sögu í leiknum á þriðjudaginn. Danirnir nefna auðvitað hvergi íslenskar rætur piltsins, svona svipað og með Jón Dahl Tómasson. Skiljanlega.

By the way, netboltaleikurinn var æsispennandi og tapaðist með 2 stigum. Þar urðum við af þriðja sæti deildarinnar. Og skyttan okkar fór frá velli með gífurlega bólginn ökkla.

Jæja, back to the books.

|