<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Sjálfbært heimili?

Mikið kemur það sér nú vel þessa dagana að vera grænmetisbóndi! Aularnir í háskólanum hafa enn ekki borgað mér launin mín þrátt fyrir mörg símtöl og tölvuskeyti. Þess vegna hef ég ekki haft efni til matarkaupa undanfarna viku og var svo komið um helgina að ekkert var til í kotinu. Gerði ég mér dýrðarmáltíð úr rauðbeðum, kartöflum, grænkáli og næpum. Svona á sjálfsþurftabúskapur að vera! En eitt er víst: rauðbeður eru bölvað eitur því ég hef pissað bleiku í tvo daga!

|