föstudagur, nóvember 10, 2006
Reiðilestur
Ooooohhhhh! Þetta skrifstofulið er hrúga af liðleskjum! Ég hef nú staðið mig ansi vel í peningaleysinu hingað til en þetta er bara hætt að vera fyndið. Nú var einn kellingartuðra búin að segja mér að ég fengi borgað í þessari viku svo ég lét hana í friði í tvo daga. Í morgun var hins vegar ekkert komið inn á reikninginn svo ég skrifaði beint til æðstastrumps, einhverrar tuðru í fjárhirslunni sem átti víst að sjá um mín mál. Hún skrifar hins vegar til baka og segir að hin tuðran hafi misskilið, sú sé reyndar í fríi þessa dagana (eftir að vikulöng veikindi hennar ollu þessu veseni á annað borð-hvernig væri að vinna vinnuna sína svona öðru hverju?!) en það verði ekki borgað fyrr en á mánudag, sem þýði að ég fái innborgunina um miðja viku. Svo lætur þetta eins og það sé að gera manni greiða! Ólukkans ónytjungar!
Ég gat ekki lengur á mér setið og skrifaði settlegt skeyti til æðstutuðru þar sem ég rakti alla sólarsöguna. Sagðist hafa verið í mínus í tvær vikur, ekki getað keypt í matinn þann tíma og að reikningarnir hrúguðust upp. Lýsti yfir furðu á því að þeir geti ekki smellt yfir einni greiðslu á netbankanum, það taki yfirleitt ekki nema nokkrar mínútur. Klykkti ég svo út með því að segja að mér þætti sem peningavandræði mín hefðu ekki verið tekin alvarlega.
Hana nú! Sjáum hvort hún svarar. Það er nú föstudagur, hún gæti hætt snemma og farið í handsnyrtingu eða eitthvað. Maður þarf nú að passa að vinna ekki yfir sig!
Og fyrst ég er á þessari örgu braut: Þegar saftframleiðandi býr til sykurlausa og sykraða saft, af hverju í ósköpunum setur hann sætuefni í sykruðu saftina? Ég stóð lengi fyrir framan hillurnar að reyna að velja mér saft um daginn (það eru þó meira en tvær vikur síðan eins og glöggir lesendur vita!) og vandaði ég mig mikið að sneiða hjá þeim sem voru merktar "no added sugar" því ég þoli ekki gervisykurbragð. Ég hef eflaust fengið of stóran skammt sem unglingur þegar ég varð mér út um kynningarpakkningar á Hermesetas sem ég átti lengi og fékk mér öðru hverju fix af. Mér fannst þær ekki góðar á bragðið...það var þetta ójarðneska sætubragð sem var kikkið-munnurinn herptist saman utan um þessa örsmáu pillu. Mér finnast sætuefni sem sagt afspyrnu vond. Saftin sem ég ákvað að kaupa var því sykruð en þegar ég kom heim og smakkaði þá fann ég strax þennan væmna gervilega keim, og jú, það reyndist sætuefni í blöndunni. Hvers vegna?!!! Ef ég vil sykur, þá vil ég sykur. Ef ekki þá kaupi ég bévítans gervisaftina!
Jæja, nú er víst best að hætta, þetta er farið úr böndunum!
Með von um úrbætur
Kona í Vesturbænum
|
Ooooohhhhh! Þetta skrifstofulið er hrúga af liðleskjum! Ég hef nú staðið mig ansi vel í peningaleysinu hingað til en þetta er bara hætt að vera fyndið. Nú var einn kellingartuðra búin að segja mér að ég fengi borgað í þessari viku svo ég lét hana í friði í tvo daga. Í morgun var hins vegar ekkert komið inn á reikninginn svo ég skrifaði beint til æðstastrumps, einhverrar tuðru í fjárhirslunni sem átti víst að sjá um mín mál. Hún skrifar hins vegar til baka og segir að hin tuðran hafi misskilið, sú sé reyndar í fríi þessa dagana (eftir að vikulöng veikindi hennar ollu þessu veseni á annað borð-hvernig væri að vinna vinnuna sína svona öðru hverju?!) en það verði ekki borgað fyrr en á mánudag, sem þýði að ég fái innborgunina um miðja viku. Svo lætur þetta eins og það sé að gera manni greiða! Ólukkans ónytjungar!
Ég gat ekki lengur á mér setið og skrifaði settlegt skeyti til æðstutuðru þar sem ég rakti alla sólarsöguna. Sagðist hafa verið í mínus í tvær vikur, ekki getað keypt í matinn þann tíma og að reikningarnir hrúguðust upp. Lýsti yfir furðu á því að þeir geti ekki smellt yfir einni greiðslu á netbankanum, það taki yfirleitt ekki nema nokkrar mínútur. Klykkti ég svo út með því að segja að mér þætti sem peningavandræði mín hefðu ekki verið tekin alvarlega.
Hana nú! Sjáum hvort hún svarar. Það er nú föstudagur, hún gæti hætt snemma og farið í handsnyrtingu eða eitthvað. Maður þarf nú að passa að vinna ekki yfir sig!
Og fyrst ég er á þessari örgu braut: Þegar saftframleiðandi býr til sykurlausa og sykraða saft, af hverju í ósköpunum setur hann sætuefni í sykruðu saftina? Ég stóð lengi fyrir framan hillurnar að reyna að velja mér saft um daginn (það eru þó meira en tvær vikur síðan eins og glöggir lesendur vita!) og vandaði ég mig mikið að sneiða hjá þeim sem voru merktar "no added sugar" því ég þoli ekki gervisykurbragð. Ég hef eflaust fengið of stóran skammt sem unglingur þegar ég varð mér út um kynningarpakkningar á Hermesetas sem ég átti lengi og fékk mér öðru hverju fix af. Mér fannst þær ekki góðar á bragðið...það var þetta ójarðneska sætubragð sem var kikkið-munnurinn herptist saman utan um þessa örsmáu pillu. Mér finnast sætuefni sem sagt afspyrnu vond. Saftin sem ég ákvað að kaupa var því sykruð en þegar ég kom heim og smakkaði þá fann ég strax þennan væmna gervilega keim, og jú, það reyndist sætuefni í blöndunni. Hvers vegna?!!! Ef ég vil sykur, þá vil ég sykur. Ef ekki þá kaupi ég bévítans gervisaftina!
Jæja, nú er víst best að hætta, þetta er farið úr böndunum!
Með von um úrbætur
Kona í Vesturbænum
|