<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Komin aftur

Jæja, ég er snúin aftur til Stóra Bretlands frá Danaveldi. Er enn að hugsa um gómsætu flæskestegina sem við átum á laugardaginn. En annars stend ég á haus í rannsóknastofunni og reyni að klára seinustu sýnin. Mamma og pabbi ætla víst að gefa mér detox ferð í jólagjöf og verður það himnasending eftir allt stressið. Mér finnst samt bömmer að stólpípumeðferð og ristilhreinsun séu ekki innifalin og vona að þau splæsi í það líka handa mér. Það er svo frábært að maður geti fastað í 7-9 daga og losað sig með því við "lífstílsvandamál" eins og heilabilun, krabbamein og geðsjúkdóma. Mikið hlakka ég til!

|