föstudagur, nóvember 24, 2006
Jibbí, föstudagur
Mikið óskaplega er ég þreytt í dag. Ætlaði aldrei að hafa mig fram úr. Skrokkurinn aumur eftir jógatímann í gær og þoka í höfðinu eftir að hafa vakað fram eftir yfir KLOVN disknum sem ég keypti á Kastrup.
Á leiðinni í skólann sá ég aftan á vörubíl auglýsinguna "BROGAN FUELS-SUPPLIERS OF ELF LUBRICANTS" og sá fyrir mér óklipptu útgáfuna af Hringadróttinssögu. Hver annar en Saruman myndi hafa not fyrir álfasmurningu?
Hér í Edinborg er svo mikið hávaðarok að vindurinn gnauðar um glugga og göng. Þegar ég sit inni í stofu læðist kuldinn upp fótleggina á mér og nístir mig inn að beini. Það er líklega best að ég fái mér súgpylsu (draft sausage) sem er þarfur þjónn á öllum breskum heimilum. Hingað til hef ég getað fengið Mollie til að leggjast fyrir framan dyrnar upp á loft og taka þannig á sig súginn en hún er ekki nóg til að hemja þennan ansa!
|
Mikið óskaplega er ég þreytt í dag. Ætlaði aldrei að hafa mig fram úr. Skrokkurinn aumur eftir jógatímann í gær og þoka í höfðinu eftir að hafa vakað fram eftir yfir KLOVN disknum sem ég keypti á Kastrup.
Á leiðinni í skólann sá ég aftan á vörubíl auglýsinguna "BROGAN FUELS-SUPPLIERS OF ELF LUBRICANTS" og sá fyrir mér óklipptu útgáfuna af Hringadróttinssögu. Hver annar en Saruman myndi hafa not fyrir álfasmurningu?
Hér í Edinborg er svo mikið hávaðarok að vindurinn gnauðar um glugga og göng. Þegar ég sit inni í stofu læðist kuldinn upp fótleggina á mér og nístir mig inn að beini. Það er líklega best að ég fái mér súgpylsu (draft sausage) sem er þarfur þjónn á öllum breskum heimilum. Hingað til hef ég getað fengið Mollie til að leggjast fyrir framan dyrnar upp á loft og taka þannig á sig súginn en hún er ekki nóg til að hemja þennan ansa!
|