<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Haaallelúja!

Ég fékk borgað, loksins! Reikningar borgaðir og samviskan hrein. Auðvitað brá ég mér bæjarleið í gærkvöldi til að halda upp á þetta. Keypti indælis svínasteik, krof og sperðla, sjö sáðsæði og gullið öl í lítravís, já hér drýpur nú smjörið af hverju strái! Nei annars, ég keypti bara niðursettan reyktan lax því ég er komin upp á lag með að kíkja í "síðasti söludagur"-hilluna og ég átti kartöflusalat heima sem ég hafði eldað til margra daga. Svo gerði ég mér nú glaðan dag og keypti mér dýrindis West Country Cider. Svo var bara kojufyllerí í Liberton House, Sturla sett á hæsta og sungið með. Já, maður kann nú að skemmta sér!

Talandi um skemmtanir þá er hinn alræmdi julefrokost hænsnanna um helgina, ég er svolítið hrædd um að maginn í mér hafi skroppið saman í sultinum og seyrunni og muni hreinlega springa þegar ofan í hann verður troðið sild og rugbrød, flæskesteg, rugbrød, frikadeller, rugbrød, rødkål, rugbrød, grønlangkål, rugbrød, leverpostej og ris a'lamande svo ekki sé minnst á julebryg, snaps og dessertvin. Herregud!

Kan I ha' det godt så længe, vi ses i næste uge. Ses vi? Det tror jeg nok, vi gør!

|