fimmtudagur, nóvember 09, 2006
Cowboyjakken
Ég var að enduruppgötva gallajakkann minn. Þegar ég fór í brennukvölds(bonfire night)partí um helgina var ég í honum yfir hettulopapeysunni minni. Hann er sko gamall vinur, sannkallað þarfaþing. Ég veit að Hafdís er mér sammála, hún gekk í sínum svo gauðslitnum að móðir hennar endaði á því að henda honum í tunnuna án þess að segja frá því fyrr en eftir á.
Jakkinn minn er líka ansi slitinn orðinn. Ég keypti hann notaðan í Larsbjørnstræde í Höfn fyrir 9 árum og var hann þá þegar farinn að láta á sjá. Hann er Wrangler, ljósblár og á ermunum eru dökkir skuggar sem undirstrika krumpurnar og sýna upprunalegan lit. Svo er slitið niður í striga á einstaka álagspunktum og aðeins brúnn skítablær á stöku stað. Ég þyrfti reyndar að taka mig til og venda á honum kraganum því önnur hliðin á honum er algjörlega þráðber. Móðir mín hefur þó ekki haft tækifæri til þess að fleygja honum í tunnuna því hann hefur búið í útlöndum síðan ég eignaðist hann.
Já, megi heimurinn allur vita að ég elska gallajakkann minn!
PS: Sjálfsþurftirnar halda áfram-borðaði epli úr garðinum í morgunmat!
|
Ég var að enduruppgötva gallajakkann minn. Þegar ég fór í brennukvölds(bonfire night)partí um helgina var ég í honum yfir hettulopapeysunni minni. Hann er sko gamall vinur, sannkallað þarfaþing. Ég veit að Hafdís er mér sammála, hún gekk í sínum svo gauðslitnum að móðir hennar endaði á því að henda honum í tunnuna án þess að segja frá því fyrr en eftir á.
Jakkinn minn er líka ansi slitinn orðinn. Ég keypti hann notaðan í Larsbjørnstræde í Höfn fyrir 9 árum og var hann þá þegar farinn að láta á sjá. Hann er Wrangler, ljósblár og á ermunum eru dökkir skuggar sem undirstrika krumpurnar og sýna upprunalegan lit. Svo er slitið niður í striga á einstaka álagspunktum og aðeins brúnn skítablær á stöku stað. Ég þyrfti reyndar að taka mig til og venda á honum kraganum því önnur hliðin á honum er algjörlega þráðber. Móðir mín hefur þó ekki haft tækifæri til þess að fleygja honum í tunnuna því hann hefur búið í útlöndum síðan ég eignaðist hann.
Já, megi heimurinn allur vita að ég elska gallajakkann minn!
PS: Sjálfsþurftirnar halda áfram-borðaði epli úr garðinum í morgunmat!
|