<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 30, 2006

TutTutTut

Hvað er eiginlega með allar þessar nauðganir heima á Íslandi? Er fólk gengið af göflunum? Það verður víst ekki mikið um að ég bregði mér til Reykjavíkur á aðventunni með þessu áframhaldi.

Ég get víst ekki haft stór orð um siðferði því í morgun laug ég að trúboða. Já, blákalt og upp í opið geðið á veslings niðurrignda trúboðanum sem kom á dyrnar og vildi fá að skilja eftir bæklinginn "The End is Near for False Religions!" hvers forsíða var í dómsdagsstílnum með eldingum og allt. Ég sagði henni að ég ætti sko ekki heima hérna og hún skyldi því banka upp á á arkitektastofunni (ég veit sko að Limma myndi ekkert sakna þessa bæklings þannig að ég ætlaði ekki að taka við honum fyrir hennar hönd). En einhentur starfsfélagi trúboðans hafði þegar bankað upp á hjá arkitektunum og þegar hann ætlaði að gefa sig að mér var ég bara hvumpin og strunsaði burt. Enda þurfti ég að ná strætó!

Já, svo vil ég að lokum vekja athygli á www.framtidarlandid.is. Mín kæra Hekla benti mér á þetta en við erum einmitt mikið heitar í andanum hvað varðar þessi mál. Verst að hafa misst af ráðstefnunni í gær. Það var víst alveg troðfullt en ætli fólk komi aðallega til að sjá Maríu Ellingsen og Baltasar Kormák? Mér er spurn...

|