miðvikudagur, október 04, 2006
Nokkrar Kínaathugasemdir
Við erum búin að hendast víða um Sjanghæ á reið- og rafmagnshjólum og sjá ótrúleg lítil þorp innan um skýjakljúfana. Í gær át ég niðursneidda keppi og hásinar í sterkri sósu og einnig eitthvað úr svíni sem ég vil ekki vita hvað var. Um daginn buðust mér marineraðir endaþarmar sem ég þó afþakkaði sökum fordóma og hræðslu við hið óþekkta.
Hér eru börn látin ganga í kloflausum buxum og gera þarfir sínar í plastpoka á almannafæri, jafnvel þó almenningsklósett sé á næsta leiti.
Í tískubúðum er maður hundeltur og "ég er bara að skoða" er eins og að stökkva vatni á gæs. Maður skal máta, hvað sem tautar og raular.
Götusalar geta verið helst til aðgangsharðir og virkar náhvítt hörund okkar á þá eins og ljósapera á mölflugur.
Moskítókvikindin fíla mig í botn og hafa valdið mér svefnrofum sökum óendanlegs kláða. En mikið bévíti getur verið unaðslegt að klóra sér!
|
Við erum búin að hendast víða um Sjanghæ á reið- og rafmagnshjólum og sjá ótrúleg lítil þorp innan um skýjakljúfana. Í gær át ég niðursneidda keppi og hásinar í sterkri sósu og einnig eitthvað úr svíni sem ég vil ekki vita hvað var. Um daginn buðust mér marineraðir endaþarmar sem ég þó afþakkaði sökum fordóma og hræðslu við hið óþekkta.
Hér eru börn látin ganga í kloflausum buxum og gera þarfir sínar í plastpoka á almannafæri, jafnvel þó almenningsklósett sé á næsta leiti.
Í tískubúðum er maður hundeltur og "ég er bara að skoða" er eins og að stökkva vatni á gæs. Maður skal máta, hvað sem tautar og raular.
Götusalar geta verið helst til aðgangsharðir og virkar náhvítt hörund okkar á þá eins og ljósapera á mölflugur.
Moskítókvikindin fíla mig í botn og hafa valdið mér svefnrofum sökum óendanlegs kláða. En mikið bévíti getur verið unaðslegt að klóra sér!
|