<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 27, 2006

Að fundi loknum

Oooohhhh, jeg er såh tilfreds lige nu! Í morgun var leiðbeinendafundurinn ógurlegi þar sem rædd var mín fyrsta vísindagrein sem til verður í þessum heimi. Ég fékk hrós frá stálkvendinu frú Watson og svo ræddum við fram og til baka ýmis atriði. Ég var algjörlega afslöppuð og leið eins og jafnoka hinna í þessum umræðum. Gat ég því fengið ansi mikið út úr þessum fundi og var afskaplega ánægð með viðbrögðin við greininni minni.

Það var á dagskránni að fara í Sainsbury's á leiðinni heim og kaupa mér köku til að halda upp á þennan persónulega sigur en í staðinn fór ég í IKEA og keypti mér frábært lítið tré til að setja á kommóðuna mína sem getur borið allar mínar festar, hringa, armbönd og eyrnalokka á sínum vetrarberu greinum. Ég þurfti að setja þessi 3 pund á VISA því ég á ekki neitt lausafé þennan mánuðinn vegna þess að launagreiðslur hafa gengið eitthvað illa fyrir sig núna eftir að ég breyttist í "clinical tutor". En ég er nú samt búin að standast "disclosure Scotland" prófið sem felst í því að gefa upp heimilisföng og gælunöfn síðustu 10 ára til þess að hægt sé að bera mann saman við breska barnaníðingslistann. Fékk meldingu í vikunni þess efnis að ég væri alsaklaus....hjúkkett!

Já, nú á þessi vika vonandi eftir að líða hratt þar sem ég sit sveitt og skrifa í því rúsi sem leiðbeinendaviðbrögðin hafa valdið.

já, mig langar líka aðeins að segja Kínasögu: Það er ekki óalgengt að kínverjar taki upp ensk eiginnöfn, annað hvort af eigin hvötum eða af því að kennarinn þeirra skipaði þeim eitthvað vestrænt nafn. Einu sinni afgreiddi okkur ungur sláni í Starbucks á Nanjing Xinlu í miðbæ Sjanghæ. Á nafnspjaldi hans stóð skýrt og greinilega: EDISON.....

.....klassi.

|