<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 17, 2006

Angst

Í fyrrinótt dreymdi mig hreinan og beinan Freudískan draum. Það kemur ekki oft fyrir, satt að segja held ég að ég hafi verið 5-6 ára þegar það gerðist síðast (það var martröð í hverri ég hrapaði endalaust). Draumur þessi var af "kláraði ekki prófið því ég var að gera eitthvað annað kjánalegt" gerðinni. Ég var alveg niðurbrotin af því að ég var búin að vera á einhverju flakki og fattaði allt í einu að ég var búin að eyða svo miklum tíma í það að þetta skítlétta próf yrði ekki klárað. Svo vaknaði ég. Ekki með andfælum því þetta var svo klárlega það sem á eftir að gerast í janúar þegar ég á að skila þessari blessuðu ritgerð. Þetta væri svo einfalt ef ég bara vissi hvað ég ætti að skrifa!

Nú, ég er sem sagt snúin aftur frá Sjanghæ. Kannski ég pári nokkrar línur á komandi dögum um ferðina, kannski ekki. Sjáum til.

|