<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 19, 2006

Allt komið á fullt

Ég átti fund í gær með anatómíufólkinu sem ég ætla að kenna með á vorönn. Ég á víst að endurskoða fyrir þau kennsluefnið og laga það að þörfum stærri bekkjar en nokkurn tímann hefur þekkst í The Dick (gælunafn dýralæknaskólans fyrir þá sem ekki vita-hnyttnar athugasemdir meira en velkomnar). Fannst mér þetta heldur yfirþyrmandi miðað við það tímahrak sem ég lifi við. Kom þó fljótt í ljós að þau voru ekkert vel undirbúin sjálf og vissu ekki í rauninni hvað ætti að endurskoða. Þau voru brátt komin í hálfgert rifrildi yfir þessu, bláókunnugt fólkið fyrir framan mig. Þetta var svolítið óþægilegt og flýtti ég mér að segja að ég þyrfti bráðum að fara svo ég fengi ekki stöðumælasekt, tók bunkann og hljóp út. Ég hlakka ekki til næsta fundar.

Á leiðinni heim lenti ég á eftir algjörum Statham og hagaði mér við hann eins og Boyce (ef þið hafið ekki séð Green Wing munuð þið ekki skilja þetta). Bíllinn hans var Ka og honum hefur eflaust þótt ofurvænt um hann því hann fór alltaf yfir á rangan vegarhelming til að fara yfir hraðahindranirnar og tók um leið mikinn sveig. Ég ók nú bara beint og hélt mig á mínum helmingi. Eftir tvær hindranir sá ég að hann hristi hausinn á leikrænan hátt og reyndi að gefa mér einhvers konar merki í baksýnisspeglinum. Ég þóttist ekkert taka eftir neinu og ók í dágóða stund á eftir honum án þess að bregðast við einu einasta merki. Þegar við lentum á rauðu sá ég útundan mér að hann var eitthvað að reyna að komast í samband við mig og ég lék mér að því að horfa í allar áttir nema hans. Þetta var mjög skemmtilegt og þess má geta að ljósin hjá mér, dekk og önnur öryggistæki eru í fullkomnu lagi og hann var bara að þessu vegna þess að hann var smámunasamur sérvitringur.

Þegar ég kom heim fékk ég mér Lindt&Sprüngli súkkulaði og heillaðist alveg af Sprüngli nafninu. Hver veit nema ég taki vonbiðli með þetta nafn, bara til að geta heitað Charlotta Sprüngli. Svo væri Charlotta Serafinowicz ekki amalegt.

Jæja, back to the lab.

|