<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 06, 2006

Sjálfsmyndarkrísa

"Do you want to be more attractive to women?"....eh, NO, not necessarily. Þetta var titill tölvuskeytis sem mér barst í gær. Já, það hefur einhver óprúttinn sölumaður uppgötvað netfangið mitt og finnst nú að ég þurfi á því að halda að laða að mér fleiri konur, fá mér stærra typpi, fá meiri og varanlegri reisn og sand af seðlum. Það bara hlýtur að vera einhver karl með gráa fiðringinn sem er næstum með sama netfang og ég. Ef ekki hafa þessir auglýsendur ekki gert almennilega markaðsrannsókn áður en ég var gerð að skotmarki.

|