<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 25, 2006

Síðasta rapport í bili

Hér í borg er artífartí kögurliðið ekki fyrr farið af vettvangi en háskólanemarnir streyma hingað í stríðum straumum alls staðar að úr heiminum. Ég sat á laugardaginn í strætó fullum af þýskum, ítölskum, kínverskum og breskum nemum sem allir voru að koma úr IKEA og sátu með fangið fullt af Svajs, Skubb, Lyckeby og auðvitað hinu bráðnauðsynlega StartKit. Þeir hafa kannski ekki gert sér grein fyrir því að það er árleg hópferð stúdenta í IKEA þar sem heilu rúturnar eru leigðar undir liðið.

En ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að stúdentar séu fyrir mér næstu tvær vikurnar því nú ætla ég að skella mér til Kína!

Lifið heil

|